Faxi - 01.02.1990, Page 30
Bæjarhljómsveitin í Kardemommubæ. Uppfærslan frá 1959—60.
Kardemommu-
bsrinn
FRAMHALD AF BLS. 53
„Ég er bæjarfógetinn Bastían
og blíður á manninn er,
því að þannig tel ég sæmd
að maður sé.“
Bastían er mildur maður í skapi
og hann er líka huglítill. En samt er
hann úrræðagóður er á reynir og
laginn við fólk. Líklega er það lagn-
in sem skiptir mestu máíi í starfi
hans, ekki fyrirgangurinn. Hins veg-
ar trúir bæjarfógetinn tæplega
nokkru misjöfnu upp á sambæinga
sína. Enda eru þeir í raun og veru
löghlýðnir borgarar.
Þrír eru þó menn, sem búa saman
skammt utan við bæinn á eyðilegri
sléttu, í skrýtnu háu húsi. Þetta eru
ræningjarnir, Kasper, Jesper og
Jónatan. „En þeir eru ekki eins
vondir menn og margir aðrir ræn-
ingjar og lengst af halda þeir kyrru
fyrir í húsinu sínu.“ (Bls. 13). Höf-
undur er strax í upphafi ákveðinn í
að ræningjarnir „mættu ekki vera
vondir og illúðlegir. Börnin áttu
alltaf að trúa á hið góða í þessum
þremur ræningjum. Þeir áttu að
sýna, að hægt er að taka sig á ef
menn rata rétta leið“. (Mbl. 19. jan.
1960).
Ræningjarnir eru aðalpersónur
leikritsins og bókarinnar. Um þá og
mynd þeirra snýst atburðarásin að
mestu. í þessum orðum, sem vitnað
var til hér áðan, og eru höfð eftir
Thorbjörn Egner sjálfum, kemur
fram aðalboðskapur sögunnar. Trú-
in á samhjálp og hið góða. Hið góða
í mönnum. Stöldrum nánar við
þessa þrjá furðufugla.
Þeir stóðu utan við mannlegt sam-
félag, en undir niðri langaði þá til að
komast í samband við bæjarbúa. Á
því er ekki vafi. Þegar Karde-
mommuhátíðin var haldin í bænum
með söng og hljóðfæraslætti, stóðu
ræningjarnir uppi í tré utan við bæ-
inn og „þaðan sáu þeir hringekjuna
og fílinn og kameldýrið talandi og
sitt af hverju.
— Það er víst gaman þarna, sagði
Jónatan.
— Það er líka gaman hjá okkur,
sagði Kasper.
— Ekki eins, sagði Jesper". (Bls.
43)
Eftir þessar samræður ákváðu
ræningjarnir að fara til bæjarins
næstu nótt og ræna sporvagninum.
Fara eina ferð með honum til að
bæta upp fjarvistina frá hátíðinni.
Enda varð þeim Berg kaupmanni,
pylsugerðarmanninum og bakaran-
um órótt eftir þá heimsókn. Þeir ótt-
uðust ræningjana.
En ástandið heima hjá ræningjun-
um var slæmt. Allt var þar á öðrum
endanum. Enginn nennti að búa til
mat og enginn tók til. Þannig jókst
ringulreiðin stöðugt. Þar kom að
ræningjarnir gáfust upp á sjálfum
sér til allra húsverka. Ástand þeirra
og líðan kemur greinilega fram í vís-
unum, sem hafa að upphafi: „Hvar
er húfan mín? Hvar er hempan
mín?“.
Lausn þeirra á málunum var í
senn einföld, en gömul lausn í sam-
félagi karla: Að fá sér kvenmann í
húsverkin. Ljóst er að ræningjarnir
voru aldir þannig upp að þeir voru
með öllu óvanir húsverkum og til-
tektum. Matartilbúningur var þeim
fjarri. Það skýrir að nokkru neyð
þeirra og ástæðuna til að þeir ræna
sér til framfæris. En ræna urðu þeir
konunni. Mannrán er einn alvarleg-
asti glæpur sem þekkist, þó algeng-
ur sé nú til dags. En í sögunni er rán-
ið á Soffíu frænku mildað á kýmileg-
an hátt með flutningi hennar í
hengirúminu. Enginn telur slíkt atr-
iði til skaða í barnabók. Auk þess
mildar höfundur atburðinn enn
frekar með því að láta ræningjana
skila Soffíu heim til sín á ný. Slíkt er
ekki háttur ræningja.
Þegar Soffía vaknaði um morgun-
inn í húsi ræningjanna, hvessti hún
glyrnurnar á þá, og krafðist skýr-
inga á þessum flutningum.
— „Og hvernig og hvers vegna
er ég hingað komin? spurði hún.
— Þannig er mál með vexti að við
þurfum einhvern í húsverkin, sagði
Kasper.
— Einhvern sem getur haldið öllu
í röð og reglu, sagði Jesper.
— Og einhvern sem getur búið til
mat, sagði Jónatan.
— Og hvað ætlið þið að gera sjálf-
ir? spurði Soffía.
— Nú, sagði Kasper, við ætlum að
gera það sem okkur sýnist." (Bls.
65).
Þarna eru auðsæ tengsl við hug-
myndir fyrri tíma þegar konur
gengu til þjónustu á heimilum við
karlmenn, sem oft höguðu frítíma
sínum að eigin vild, meðan konurn-
ar höfðu nóg að gera innanhúss. Að
mati ræningjanna virtist líka allt
leysast ef aðeins kona kæmi í hús-
verkin. En það reyndist öðru nær.
Þá fyrst upphófst gauragangurinn á
heimilinu. Svo skaprnikil er hún, að
hún er ólík öllum öðrum í Karde-
mommubæ. Hún er andstæða bæj-
arfógetans, enda hefur hún lítið álit
á honum. Soffía er þó ekki vinsæl að
sama skapi. Er ræningjarnir sáu að
hún var ekki heppileg til húsverka,
gaf Jesper ljóninu merki um að
yggla sig framan í Soffíu, svo hún
yrði hrædd. En svo önnum kafin var
hún við húsverkin, að hún danglaði
aðeins hendinni í það og skipaði
„kattarkvikindinu" að snáfa burt.
Ljónið lallaði burtu skömmustulegt.
Hins vegar var bæjarfógetanum lít-
ið um ljónið, sennilega af því að
hann þekkti það ekki. Ljónið ræn-
ingjanna var nefnilega gott ljón —
líkt og fólkið sjálft.
Daginn eftir að Soffíu var rænt
komu þrír menn heim að húsi ræn-
ingjanna og ætluðu að sækja Soffíu.
En hún vildi ekki fara með þeim.
Kvaðst hún heldur ætla að koma
ræningjunum í ræktunarstörf. Til
að gera þá að nýjum mönnum. (Bls.
75). Hér kemur fram gamalkunnugt
ráð til mannbóta.
En þar kom að ræningjarnir voru
handteknir í bakaríinu. Hlutu þeir
dóm í fangelsi í 48 daga. Dvölin þar
62 FAXI