Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1990, Page 31

Faxi - 01.02.1990, Page 31
Thorbjörn Egner ásamt fjölskyldu sinni. Hér er Thorbjörn Egner með leikbrúður sem hann hannaði sjálfur fyrir Dýrin í Hálsaskógi. hafði mjög bætandi áhrif á ræningj- ana. Kom nú best fram lagni bæjar- fógetans og mildi. Ræningjarnir tóku nú til, þvoðu sér og fengu Sör- ensen rakara í heimsókn. Kom þá í Ijós að föngunum var ýmislegt til lista lagt. Þeir gátu bæði spilað og sungið og samið lög. Ekki er annað að sjá, en að fangelsi eigi að bæta menn sem þar eru, sé rétt að þeim farið. (Bls. 105—112). Þarna eru skoðanir höfundarins einnig á ferð. Þetta var einnig stefnan í uppbygg- ingu velferðarþjóðfélagsins í Noregi á árunum um og eftir 1950. Hér hefur verið fjallað um helstu aðalpersónur í Kardemommubæn- um og nokkur dæmi tekin úr bók- inni sjálfri til stuðnings. En þar sem persónurnar eru svo margar en rúm takmarkað, er ekki hægt að gera öll- um persónum þau skil, sem æskileg- ast hefði verið. En þó skal minnst á Tobías gamla í turninum. Hann er elsti, besti og vitrasti maðurinn í bænum. Eiginlega er Tobíasi ekki lýst á annan hátt en þann, að hann væri með sítt skegg. En smám sam- an kynnast lesendur háttum og hlutverki Tobba. Hann gengur um reglulega á svölum turnsins og horf- ir til himins í kíki sínum. Hann á 75 ára afmæli sem allir í bænum taka þátt í með söng og húrrahrópum. En skyndilega varð atburður sem skipti sköpum í sögu Kardemommu- bæjar. Það kviknaði í turninum hans Tobba. Þar sem ekkert slökkvi- liö var þar til urðu ailir bæjarbúar að ganga í störf slökkviliðsmanna. Ræningjarnir gengu þar svo rösk- lega til liðs við bæjarbúa, að þeim var sleppt úr fangelsinu. Kasper varð slökkviliðsstjóri, Jesper stjórn- andi fjölleikahússins, en Jónatan varð bakari. Þannig hlutu þeir að lokum lífvænleg störf, voru tilbúnir að takast á við daglegt líf, líf sem þá hafði alla tíð dreymt um. Söguhvörf verða í 13. kafla, þegar ræningjarnir eru handteknir. Þá hefst nýr þáttur í lifi þeirra og í sögu bæjarins. Að síðustu endaði ævin- týrið vel. Kasper hlaut Soffíu frænku, ekki ósvipað þegar kotung- urinn fær prinsessuna að lokum. Þó persónulýsingar í Karde- mommubænum séu ekki flóknar er ljóst að myndirnar skapa þær í stað- inn. Á hverri opnu í bókinni eru myndir, ein eða tvær. Sums staðar heilsíðumyndir. Kímni þeirra og litir ná beint til lesenda, á því er enginn vafi. Um höfundinn og verkið Nokkuð er fjallaö um boðskap og megininntak Kardemommubæjar- ins hér í upphafi. Það skal ekki endurtekið hér, en enn einu sinni bent á, að öll sagan er eftir Thor- björn Egner. Fyrir myndir sínar hef- ur hann líka hlotið verðskuldað lof. Þær eru kímilegar eins og frásögnin sjálf. Það var því ekki furða þó bæk- ur hans hlytu verðlaunin „Falleg- ustu barnabækur ársins" í Noregi er þær komu út, um miðjan sjötta ára- tuginn. Thorbjörn Egner er fæddur í Ósló 1912. Tónlist var mikið stunduð á bernskuheimili hans. Hann hóf að teikna strax og hann gat haldið á blýanti. Raunar lék hann sér áfram þó fullorðinn yrði, en þá á annan hátt en fyrrum. Thorbjörn hóf snemma að búa til brúður og setti sjálfur upp eigin brúðuleikhús. Þar hóf hann að semja leikrit. En áhrifa frá brúðuleikhúsi kennir mjög í sög- um hans. Thorbjörn stundaði nám við lista- og auglýsingateiknun, skreytilist og teiknun í Kaupmanna- höfn. Gömul hús hafa snemma höfðað til hans. Á stríðsárunum gaf hann út tvær bækur um gömul norsk hús. Fyrstu barnabókina, sem hann teiknaði í, gaf hann út 1938. Athyglisvert er að hver sem er getur séð sjálfan sig og umhverfi sitt í sögum Thorbjörns. Ekki síst í Kardemommubænum. Þannig er ekki laust við að höfundur þessara orða sjái ýmislegt sammerkt með persónum í verkinu og hinum sem búa í Keflavík. Einkum í spaugilegu Ijósi. Þó Thorbjörn skrifi fyrst og fremst fyrir börn hafa stærri rithöfundar haft áhrift á hann. Einkum Knud Hamsun. Hefur Thorbjörn reynt að færa sér í nyt reynsluheim Ham- suns, en yfirfærðan í barnaefni. Kardemommubærinn á íslandi Kardemommubærinn var fyrst sýndur í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík 27. janúar 1960. Fram til maí loka það ár komu alls 28.842 gestir á 45 sýningar. Klemens Jónsson var leikstjóri. Var þetta vandasöm upp- færsla vegna fjölda leikara. Álls komu fram í sýningunni 20 leikarar, auk 10 aukaleikara og 7 dansara. Allt þetta fólk var meira og minna á sviðinu allan tímann sem sýningin stóð yfir. Aftur var leikritið sýnt 1965 og aftur fyrir einu til tveimur árum. Síðar voru tvö önnur leikrit Thor- björns sýnd í Þjóðleikhúsinu við góðar undirtektir, en náðu þó ekki vinsældum Kardemommubæjarins. HEIMILDIR: Aschehougs Konversasjonleksikon. 5. bindi. Oslo 1969. Bls. 315. Æviágrip Thorbjörns Egners. Bonniers Lexikon. 4. bindi. Stockholm 1962. Bls. 186. ÆviágripThorbjörns Egners. Leikskrá Kardemommubæjarins 1960. Grein eftir Helgu Valtýsdóttur um Thorbjörn Egner og verk hans. Morgunblaðið 19. janúar 1960. „Ég reyni að lýsa mannlegu eðli . . .“. Viðtal við Thorbjörn Egner, þýtt úr norsku. Thorbjörn Egner: Fólk og ræningjar í Kardemommubæ. 2. útgáfa. Reykja- vík 1986. Þjóðleikhúsið 10 ára. Skýrsla um störf þess 1955—60. Reykjavík. Án ártals. Þjóðleikhúsið 20 ára. Skýrsla um störf þess 1960—1970, Reykjavík 1970. Æskan. Jólablað 1959. Bls. 226-27: „Fólk og ræningjar í Kardemommu- bæ.‘‘ FAXI 63

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.