Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1990, Qupperneq 3

Faxi - 01.05.1990, Qupperneq 3
FJkJCl Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 11114. 5. tölublað 50. árgangur Blaðstjórn: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri og Vilhjálmur Þórhallsson. Varamenn: Birgir Guðnason og Hjálmar Stefánsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní Um leið og blaðstjórn Faxa óskar lesendum blaðs- ins gleðilegrar þjóðhátíðar, þágefst örlítiðtækifæri til að fjalla lítilsháttar um þjóðhátíðardaginn, tilurð hans og tilgang. Arin 1989 og 1990 verða örugglega lengi í minnum höfð. Um mest alla austanverða Evrópu hefur átt sér stað bylting, bylting þóán verulegra blóðsúthellinga. Hver þjóðin á fætur annarri hefur ákveðið að skipta um stjórnarfar og fallið hefur verið frá hinu stranga og ólýðræðislega flokksræði og upp teknir lýðræðislegir stjórnhættir. í kjölfarið hafafylgt frjálsar kosningar, á sumum stöðum þær fyrstu í nær hálfa öld. Á þjóðhá- tíðardegi okkar hugsum við til þessara þjóða og ósk- um þeim að vel megi takast að koma þessum um- skiptum á. Islendingar numu hérland á árunum 870-930. Er tal- ið að landið hafi verið albyggt á þeim tíma. Þá var Al- þingi stofnað á Þingvöllum og lög sett fyrir land og lýð. Næstu þrjár aldirnar voru íslendingar sjálfstæð þjóð. Landnámsmenn voru flestir frá Noregi og kon- ungar Noregs renndu ávallt hýru auga til landsins. Fór svo að lokum að íslendingargengu Noregskonungi á hönd árið 1262 og hétu honum tilheyrandi skatt- greiðslum. Hét Noregskonungur á móti ýmsum rétt- indum íslendingum til handa. Reyndist þó æði erfitt að ná fram hinum lofuðu réttindum. Er skemmst frá því að segja, að landið var undir erlendum yfirráðum allt til ársins 1944, að íslendingar lýstu yfir sjálfstæði og rufu sambandið við Dani sem þá réðu landinu. Enginn vafi er á því, að sú sjálfstæðisbarátta er Jón Sigurðsson forseti og samherjar hans háðu á síðari hluta 19. aldar lagði grunninn að endurnýjuðu sjálf- stæði okkar. Það er því engin tilviljun, að afmælisdag- ur Jóns var valinn sem þjóðhátíðardagur landsins. Því er þetta tíundað hér, að nauðsynlegt er að minna fólk á, hversu stutt er síðan þjóð okkar öðlaðist sjálfstæði og hversu þýðingarmikið það er fyrir okkur að minnast þessog standa vörð um sjálfetæði okkar og tilverurétt. Gleðilega þjóðhátíð. VALGEIRSBAKARÍ Hólagötu 17, Njarövlk 20 ára afmæli Þann 28. júní n.k. eigum vid 20 ára starfsafmæli. I því tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar að þiggja kaffi og kökur þann dag milli kl. 15:00 og 17:00 Verið velkomin. Valgeir og starfsfólkiö. MUNIÐ 0RKU- REIKNINGANA Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. Látid orkureikninginn hafa forgang Hitaveita Suðurnesja FAXI 131

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.