Faxi - 01.05.1990, Qupperneq 14
Við skoðum um
40 bíla á dag
Spjallað við
Kristófer
Þorgrímsson hjá
B ifre iðaskoð u n
Islands hf
anna, þar sem aftasti stafur núm-
ersins segir til um það, í hvaða
mánuði á að koma með bílinn til
skoðunar."
Það kom að lokum fram hjá
Kristófer, að nú í júlí verður tekið
í notkun viðbótarhúsnæði, þar
sem hægt verður að skoða vöru-
bifreiðir innanhúss. Þar verða
einnig sett upp tæki til að prófa
bremsur vörubílanna. Reyndar
verða einnig innan tíðar sett upp
slík prófunartæki fyrir fólksbif-
reiðirnar. Með því verður öll að-
staða til skoðunar orðin hin ágæt-
asta.
Við höfum spjallið ekki lengra
að þessu sinni, ekki er rétt að tefja
viðskiptavinina, sem eru jú flestir
að flýta sér. Við getum ekki betur
séð, en að öll afgreiðsla gangi vel
og Ijúfmannlega fyrir sig og þann-
ig á það líka að vera.
HH
Okkur datt í hug einn daginn að
líta við hjá Bifreiðaskoðun Islands
hf. því það er staður sem flestir
verða að heimsækja oft á lífsleið-
inni. Við litum við eftir hádegi
fimmtudaginn 7. júní og eins og
svo oft, þá virtist okkur nóg að
gera.
Þar voru við vinnu sína, þeir
Kristófer Þorgrímsson, forstöðu-
maður, og Jón Kristinsson, bif-
reiðaeftirlitsmaður. Við gátum
króað Kristófer af lítið augnablik á
milli þess sem hann skoðaði bíla
sem komu inn hver á fætur öðr-
um.
Við spurðum fyrst, hvenær Bif-
reiðaskoðunin hefði tekið til
starfa, en eins og flestum er kunn-
ugt, þá er það fyrirtæki arftaki Bif-
reiðaeftirlits ríkisins sem áður sá
um allt bifreiðaeftirjit.
„Bifreiðaskoðun Islands hf. tók
til starfa um áramótin 1988 og
1989. Ég réði mig að fyrirtækinu
um jólaleytið 1988 og leigði því
jafnframt þetta húsnæði sem við
erum í. Hér hafði ég áður um
nokkurra ára skeið rekið bílaverk-
stæði. Við höfðumsíðan lokað um
tveggja vikna skeið og hér opnaði
því afgreiðslan um miðjan janúar
1989.“
Afgreiðslan í Keflavík sér um að
skoða bifreiðir á Suðurnesjum
ásamt bifreiðum á Keflavíkurflug-
velli og ails eru þetta um 6000 bif-
reiðir. Að sögn Kristófers þá koma
milli 30 og 40 bifreiðir til skoðun-
ar á hverjum degi. Við spyrjum
hann að því, í hvers konar ástandi
bifreiðirnar séu yfirleitt, þegar
komið er með þær til skoðunar.
„Það má segja, að yfirleitt er
ástand þeirra mjög gott. Að vísu
eru einstaka bílar í slæmu ástandi,
en þá er líka venulega komið með
þá í lögreglufylgd."
„Er fólk duglegt að koma á rétt-
um tíma til skoðunar?"
„Já, það er það Og þetta hefur
batnað með tilkomu nýju númer-
Kristinn Helgason, fyrrverandi fisksali, veit það manna best að góð umhirða er besta tryggingin fyrir
góðri endingu bifreiðar. Hér eiga þeir kankvís orðaskipti saman Björn Marteinsson, smyrjari og Kristinn,
sem er að láta huga að Morrisbifreið sinni — 0 95 — af 1970 árgerð