Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.1990, Side 34

Faxi - 01.05.1990, Side 34
Barnaskólahúsið við Skólaveg. Hér var gagnfræðaskólinn til húsa á árunum 1954—1962, eimig var kennt í Sjálfstæðishúsinu. FRAMHALD AF BLS. 147 stillt í hóf svo það kæmi ekki niður á náminu. Á fjórða starfsári skólans 1955—56 voru nemendur orðnir 175 og voru þá húsnæðisvand- ræði farin að hrjá nemendur og kennara verulega, en skólinn var tvísetinn sem áður. Leikfimi inn- anhúss var engin vegna húsnæð- isskorts en þegar veður leyfði fóru nemendur í útivistartíma undir stjórn íþróttakennara, þó féllu útivistartímar og félagsstarf- semi niður á þessu skólaári fram að jólum vegna mænuveikifarald- urs, sem hér gekk. Á þessu ári stofnuðu nemendur taflfélag enda var mikill tafláhugi meðal þeirra. Margt góðra gesta heimsótti skólann á þessum fyrstu árum skólans og flutti nemendum og kennurum fróðleg erindi. Ber þar einkum að nefna Kristmann Guð- mundsson rithöfund, en hann heimsótti skólann alloft fyrstu ár- in og flutti nemendum erindi um bókmenntir. Á fimmta starfsári skólans '56—57 eru nemendur rétt innan við tvö hundruð og þar með rúm- ar skólahúsið ekki lengur þann fjölda. Verður því að leita í leigu- húsnæði. Fengin var aðstaða í Sjálfstæðishúsinu handan við Skólaveginn. Þangað flyst kennsl- an í fjórða bekk. Heldur þótti að- búnaður þar slæmur og kvörtuðu nemendur einkum undan kulda. Því fékk þetta útibú frá skólanum viðurnefnið Síberia. Oft var mikið fjör í Síberíu þegar frímínútur voru og kennarar höfðu farið yfir í kennarastofuna í gamla skólan- um. Eins og fram hefur komið var aðstaða til íþróttakennslu lítil sem engin framan af, þar sem enginn íþróttasalur var til staðar en aftur á móti var sundaðstaða góð. Því var sundáhugi ávallt mikill meðal nemenda á þessum árum og voru margir góðir sundmenn innan skólans. Færðu þeir skólanum mörg góð verðlaun frá skólasund- mótum, sem þeir tóku þátt í. Nokkur breyting varð á íþróttaað- stöðunni þegar lokið var við bygg- ingu íþróttahúss við barnaskól- ann sjötta starfsári skólans. Fékk skólinn afnot af húsinu fyrir sína nemendur og hófust þá í fyrsta sinn reglulegir tíma í íþróttum. Allmargir skiptinemar á vegum þjóðkirkjunnar stunduðu nám við skólann. Voru þeir sérlega fljótir að ná tökum á íslenskunni og að- laga sig að íslenskum staðháttum. Skólaárið 1961—62 kom hingað fyrsti skiptineminn frá Bandaríkj- unum. Sú hét Margaret Anne We- idler og settist hún í fjórða bekk. Var hún mjög duglegur nemandi og um vorið varð hún hæst á gagnfræðaprófi með 8.61 í aðal- einkunn. Sama sagan endurtók sig á næsta skólaári þá kom önnur bandarísk stúlka sem skiptinemi og hreppti hún verðlaun fyrir hæstu einkunn í bókfærslu, vélrit- un og stærðfræði. Sú hét Charlyne Louise Pitsenbarger. Fleiri skiptinemar komu til skól- ans og stóðu þeir sig allir með mestu prýði. Skólaárið 1962—63 var merkis- SUÐURNESJAMENN! VID ERUM Á SVÆÐINU ÖLL DEKKJA- ÞJÓNUSTA NÝOGSÓLUÐ DEKKAFÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM SÓIMJVG'? Fitjabraut 12, Njarðvik, simi 11399 162 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.