Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 3
Sl. haust varð ritstjóri Faxa
þeirrar ánægju aðnjótandi að sitja
afmælishóf í félagsheimilinu í
Sandgerði. Þar var verið að halda
hátíðlegt 60 ára afmæli verkalýðs-
félagsins og voru mættir margir
félagsmenn og góðir gestir þeirra.
Formaður félagsins, Baldur Matt-
híasson, flutti greinargott yfirlit
yfir sögu og störf félagsins.
Aö lokinni ræðu formanns tók
fjöldi manna og kvenna til máls
og voru félaginu færðar góðar
gjafir. Meðal þeirra er ávörp fluttu
voru Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Verkamannasam-
bands Islands, Asmundur Stefáns-
son, forseti ASÍ og Karl Steinar
Guðnason, formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur. 01-
afur Gunnlaugsson flutti félaginu
árnaðaróskir og gjöf frá Miðnes-
hreppi með þakklæti fyrir góð
störf í þágu sveitafélagsins.
Að loknum ræðuhöldum og er
viðstaddir höfðu þegið glæsilegar
veitingar, þá var stiginn fjörugur
dans og er ekki hægt annað að
segja, en að þessi afmælishátíð
hafi heppnast jafn vel og að var
stefnt.
Ekki er það ætlunin að rekja hér
sögu þessa merka félags að þessu
sinni — vonandi gefst síðar tæki-
færi til þess. Til fróðleiks fyrir les-
endur Faxa skulum við þó rifja
upp þá sögu, er segir frá stofnun
félagsins um haustiö 1929.
Félagid stofnað
Þann 27. október 1929 var hald-
inn fundur í barnaskólanum í
Sandgerði. Tilefnið var að ræða
hugsanlega stofnun verkalýðsfé-
lags í byggðarlaginu. Áður en til
fundarins hafði verið boðað hafði
verið látinn ganga undirskriftalisti
meðal hreppsbúa, þar sem menn
voru beðnir að mæla með stofnun
sliks félags. Undirtektir voru það
góðar, að ákveðið var að boða til
fundar og stofna félagið.
Fundurinn var settur stundvís-
lega kl. 15.00 og voru þá mættir
um tíu manns, en þegar á fundinn
leið fjölgaði fundarmönnum veru-
lega og urðu þeir allt að sextíu
talsins. Siguringi Hjörleifsson
stýrði fundi og hafði einnig fram-
sögu, en Sigurður Ólafsson ritaði
fundargerð. I máli sínu benti Sig-
uringi á nauðsyn þess, að verka-
menn hefðu um það samstöðu að
vernda hagsmuni sína. Slíkt félag
ætti þó að láta fleira til sín taka en
kaupgjaldsmál ein og sér. Óskaði
hann því félagi sem stofna skyldi,
að það mætti verða brautryðjandi
Verkalýðs• og
sjómannafélag
Miðneshrepps
60 ára
Karl Steinar Guðnason afhendir Baldri Matthíassyni afmælisgjöf frá
samherjum í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.
Baldur tekur við gjöf frá Miðneshreppi.
framfara í hreppnum.
Þegar Siguringi hafði lokið
framsögu sinni, þá las hann upp
frumvarp til laga fyrir félagið. Eft-
ir að fundarmenn höfðu rætt
drögin voru þau samþykkt með
lítilsháttar breytingu á 1. gr. Risu
fundarmenn úr sætum sínum,
þegar lögin voru borin upp til
samþykktar. Einnig samþykkti
fundurinn umræðulaust kaup-
taxta og vinnureglur fyrir félagið.
Kosning stjórnar var leynileg og
náðu eftirtaldir menn kjöri: For-
maður, Guðjón Jónsson, varafor-
maður, Einar Gestsson, með-
stjórnendur, Guðmundur Gríms-
son og Sigurður Ólafsson. í vara-
stjórn voru kjörnir þeir Björn
Samúelsson og Jóhann Jónsson.
Endurskoðendur voru kjörnir þeir
Magnús Sigurðsson, Júlíus Eiríks-
son og Bjarni Jónsson. Samninga-
nefnd var og kjörin og þar hlutu
kosningu þeir Guðjón Jónsson,
Björn Samúelsson og Sigurður Ól-
afsson.
Ekki gafst samninganefndinni
langur tími til undirbúnings, því
henni var falið að fara þá þegar
um kvöldið á fund atvinnurek-
enda eða umboðsmanns þeirra og
tilkynna um hina samþykktu
kauptaxta og vinnureglur. Á fund-
inum var ákveðið að árstillag
skyldi vera 5 krónur og máttu fé-
lagsmenn greiða það í tvennu
lagi. Áður en fundi var slitið sungu
fundarmenn hið alkunna lag:
Hvað er svo glatt sem góðra vina
fundur. Hafði fundurinn þá staðið
í einar þrjár stundir og voru menn
sammála um að hann lofaði góðu
um framtíðina.
Skáldið góða, Þorsteinn Erlings-
son, kom nokkuð við sögu, er
Verkalýðsfélag Sandgerðis var
stofnað. Hann hafði þá farið vítt
og breitt um landið til að undirbúa
stofnun verkalýðsfélaga. Hefur
hann eflaust nýtt sér þann eldmóð
sem honum var í brjóst borinn til
að hvetja verkamenn til að sam-
einast og stofna félög. í fyrstu
fundarbók félagsins eru ritaðar
þessar tvær vísur eftir Þorstein.
Og kvídiö þiö engu og komiö þiö þá,
sem kyrrir og trúaöir standiö.
Puí djarfmannlegt árœöi er eldstólpi sá,
sem eyöimörk haröstjórans leiddi ykkur
frá
og Guö sem mun gefa okkur landiö.
Viö tölum aldrei orö um friö
uns allt viö fengiö höfum.
Viö sœttumst fúsir fjendur viö
en fyrst á þeirra gröfum.
Helgi Hólm.
FAXI 167