Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 9
BINDINDISFÉLAG ÖKUMANNA KYNNIR NYJAR AHERSLUR
GEGN
ÖLVUNARAKSTRI
FJORÐUNGUR DAUÐASLYSA í UMFERÐINNI
VEGNA ÖLVUNARAKSTURS!
Á hverju ári eru u.þ.b. 2.500
ökumenn sviptir ökuréttindum
vegna ölvunar við akstur. Af þeim
er meira en helmingur meö vín-
andamagn yfir 1,2 prómill í blóði
og því algjörlega ófær um aö
stjórna bíl. Áfengisneyslan á
drjúgan og sennilega vaxandi þátt
í umferðarslysum, einkum þegar
um alvarleg líkamsmeiðsl og
dauðaslys er að ræða. Upplýsing-
ar benda til að um fjórðung
dauðaslysa í umferðinni megi
rekja til ölvunarslysa hér á landi
og fimmtung alvarlegri slysa.
Um hættuna sem þessir öku-
menn búa sér og öðrum vegfar-
endum þarf ekki að fjölyrða. Hún
er augljós af þeim fjölda slysa og
dauðsfalla sem rekja má til ölv-
unaraksturs. En hvað veldur því
að svo margir ökumenn setjast
ölvaðir undir stýri? Vita þeir ekki
um hættuna þrátt fyrir áróður
gegn ölvunarakstri? Er þeim
sama um hana? Hvað veldur því
ábyrgðarleysi að stofna sjálfum
sér og öðrum í lífshættu á þennan
hátt?
Bindindisfélag ökumanna hefur
um árabil beitt sér fyrir ýmsum
úrbótum í umferðarmálum og tel-
ur nú meira en tímabært að leita
nýrra leiða til að afmál þennan
hættuvald úr umferðinni. Félagið
reið á vaðið á siðasta ári með því
að afla upplýsinga um ölvuna-
rakstur og gefa út bækling þar
sem fjallað er um ölvunarakstur
og leiðir til úrbóta. Þá gerði félag-
iö könnun á þvi hve algengur ölv-
unarakstur er hér á landi og
spurði einnig um viðhorf fólks til
ölvunaraksturs.
Aðalatriðið í þessu verkefni
Bindindisfélags ökumanna er þó
að kynna nýja leið gegn ölvuna-
rakstri. Þessi leið felst í því að
lækka gildandi mörk um leyfilegt
vínandamagn í blóði úr 0,5 pró-
mill í 0,0 prómill og bent er á að
0,5 prómill mörkin séu alltof há
með tilliti til umferðaröryggis.
Ökumaður með svo mikið magn
vínanda í blóði geti ekki stjórnað
ökutæki svo að öruggt sé vegna
slævandi áhrifa áfengis á skynjun,
viðbragðsflýti og dómgreind. Með
núgildandi lögum er í raun bæði
sleppt og haldið. Ökumanni er
sagt að áfengisneysla og akstur
fari ekki saman en lögin heimila
honum að neyta áfengis svo fremi
að neyslan fari ekki fram úr til-
teknu marki. Þetta er gert þrátt
fyrir að nær ógjörningur er fyrir
nokkurn mann að meta nákvæm-
lega ölvun sína þar sem svo margt
hefur áhrif á hann, s.s. líkams-
þyngd, aldur, næringarástand og
Árni Einarsson.
líkamsástand. Með því að miða
mörkin afdráttarlaust við 0,0 pró-
mill vinnst margt. í fyrsta lagi fer
ekki á milli mála hver ábyrgð öku-
mannsins er og áróður gegn ölv-
unarakstri verður markvissari og
einfaldari. Þannig getur ökumað-
ur ekki hætt á að aka undir áhrif-
um áfengis í trausti þess að vín-
andamagnið sé undir leyfilegum
mörkum. Vert er að minna á að
áfengi er vímuefni og skerðist
dómgreind manna þegar við lítið
magn. Það eykur hættuna á að
viðkomandi ökumaður vanmeti
það magn sem hann hefur innbyrt
og ofmeti þar með hæfni sína til
að aka. Hvort tveggja er stór-
hættulegt, að ekki sé talað um fari
það saman.
í öðru lagi felast í 0,0 mörkun-
um skýr skilaboð til ökumanna
sem annarra um hve alvarlegt
ábyrgðarleysi ölvunarakstur er.
Að þar rúmist ekkert bæði/og.
Annað hvort er ökumaður hæfur
til að stjórna farartæki sínu eða
ekki. Með því að miða við 0,0 pró-
mill sem grundvallarviðmiðun er
komið á samræmi á milli þekking-
ar manna á áhrifum áfengis á öku-
hæfni og umferðaröryggi og
stefnu löggjafans gagnvart öku-
mönnum. Benda má á að í um-
ferðarlögum er sagt að þótt vín-
andamagn í blóði ökumanns sé
minna en 0,5 prómill teljist hann
ekki geta stjórnað ökutæki örugg-
lega. Það er því allt sem mælir
með því að miða leyfilegt vín-
andamagn í blóði ökumanna við
0,0 prómill að viðbættum nauð-
synlegum skekkjumörkum eða
sveigjanleika sem er innan þeirra
marka að öryggi í umferðinni sé
ekki ógnað. I Svíþjóð voru mörk
um leyfilegt vínandamagn í blóði
ökumanna lækkað frá og með 1.
júlí sl. og í Noregi er rætt um að
fara sömu leið. Víða um heim er
miðað við 0,0 prómill mörkin ým-
ist alfarið eða gagnvart atvinnu-
bílstjórum.
Sá sem ekur bíl er ekki einn á
ferð og aksturinn hans einkamál.
Hann ber ekki aðeins ábyrgð á
sjálfum sér heldur einnig öðrum
vegfarendum. Það er lágmarks
mannréttindakrafa allra í umferð-
inni að geta borið sig um í fullri
vissu um að lífi þeirra og limum sé
ekki ógnað af ökumönnum sem
misnota þá ábyrgð og þau réttindi
sem þeim er trúað fyrir.
Árni Einarsson.
Byggöasafn Suðurnesja
Opiö á föstudögum kl. 14—17.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 15769.
FAXI 173