Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 16

Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 16
Sögubrot af Suöurnesjum Bjami Guðmarsson erfaddur árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1981 og B.A.-prófi í sagnfrceði frá Háskóla lslands árið 1985. Bjarni var um tveggja ára skeið leið- beinandi við Grunn- skólann á ísafirði, en hefurfrá árinu 1987 fengist við sagnfrctði- ritun. Eftir hann eru Saga Skagastrandar og Höfðahrepps (Ak. 1989) ogÁstandið (með Hrafni Jökulssyni, Rv. 1989). Bjarni vinnur nú að ritun Sögu Keflavíkuar og mun skrifa stutta pistla í Faxa úr sögu Suðurnesja á mestunni. Lítil sagfa um soltið barn Árið 1801 fæddist soltið stúlku- barn í þennan heim; þess er ekki getið hvar, enda skiptir það ekki máli, en næsta víst má telja að þessari fæðingu var hvorki tekið með lúðrablæstri né söng, fremur en öðrum barnsfæðingum í þessu fátæka landi. Börn voru sífellt að fæðast og deyja, og menn kipptu sér lítið upp við slíkar fréttir; það er gangur lífsins og vísast færi bet- ur um börnin hjá guði en í þessum táradal, sögðu menn og sneru sér að þarfari viðfangsefnum. En eins og menn voru áhugalausir um inngöngu þessa tiltekna stúlku- barns í heiminn gerði útgangan nokkurn usla, og líklega er dauði barns þessa það eina sem vakti minnsta áhuga yfirvaldanna. Stúlkan var afdjöfluð og vatni ausin skömmu eftir fæðinguna, nefnd Vilborg og var Sigurðar- dóttir. Þetta voru þrengingartím- ar, úti í heimi geisuðu Napóleón- stríð, sem teppti siglingar til lands- ins og ofan í kaupið áraði illa hér heima. Við slíkar aðstæður kom- ust jafnan margar fjölskyldur á vonarvöl og svo fór einnig nú. Vil- borgu var brátt komið á aðra bæi sem hreppsómaga. Til að gera langa sögu stutta er þess að geta að síðla árs 1809 var henni komið fyrir hjá hjáleigumanninum Vil- hjálmi Sigurðssyni og Guðrúnu Gamalíelsdóttur konu hans á Klöpp hjá Nyrðri-Flankastöðum. Þessi dvöl reyndist bæði ómagan- um og húsbændunum örlagarík. Mýmargar sögur af niðursetn- ingum bera með sér, að oftast hafi ómagar gert litla lukku, enda töldu húsbændur sig eiga fullt í fangi með að fæða sig og sína þó ekki bættust króar annarra við. Venjulega hallar mikið á húsráð- endur í þessum sögum, en við skulum ekki gleyma að stundum áttu þeir sér nokkrar málsbætur og voru fráleitt verri manneskjur en gekk og gerðist. Engum sögum fer af því hvernig þeim Klapparhjónum líkaði send- ingin árið 1809, en hitt er víst að hjá þeim dvaldi Vilborg til vors 1810, er hún kvaddi þennan heim. Frá því er sagt að snemma árs 1810 hafi Vilborg lögst veik, er sótt gekk í hreppnum. Henni batnaði nokkuð, ,,þótt hún þaðan í frá aldregi væri rétt frísk, kvart- andi jafnan um verk undir síð- unni, fyrir brjóstinu og aftur í bak- ið“, eins og segir í málsskjölum. Seint í febrúar lagðist hún aftur veik og dróst smátt og smátt upp uns hún dó þann 28. apríl árið 1810. Nú hefði mátt ætla, að sögulok yrðu þau, að barninu hefði verið holað niður í kyrrþey og form- legri jarðreisu Vilborgar Sigurðar- dóttur væri þar með lokið. Það fór á annan veg; þegar til átti að taka þótti líkaminn bera með sér að dauði hennar hafi ekki verið ein- leikinn. Var því Iandlæknir beð- inn að segja álit sitt. Hann taldi ekki um að villast: „Barnet bortdod af mangel paa næring ell- er sult,“ barnið dó úr næringar- skorti eða hungri. Eftir þennan úr- skurð landlæknis varð ljóst að Vil- borg Sigurðardóttir ætlaði ekki að kveðja þegjandi og hljóðalaust; sýslumaður prófaði í málinu þann 23. júní um hvort þau Vilhjálmur og Guðrún hefðu ,, með misbresti á tilhlýðilegri næringu og að- hjúkrun ollað bana téðri Vilborgu Sigurðardóttur." Niðurstaðan var sú, að í það minnsta hafi ekki ver- ið um ásetning hjónanna að ræða því Vilborgu hafi verið borinn matur jafnmikill og jafngóður fyr- ir og eftir að hún veiktist, og eins hafi kostur hennar síst verið lak- ari en annarra heimilismanna. Þá kom til álita hvort þau Klapp- arhjón hefðu á óbeinan hátt vald- ið dauða Vilborgar með óhollri fæðu og hirðingarleysis. Við yfir- heyrslur kom fram eftirfarandi: ,,. . . að sá matur sem Vilborg fékk var af misjafnara slags, svo sem kálsúpa, kálvatn, harður og blautur fiskur með slæmri feiti, að segja eftir vitna skýrslum, — bræðingi, tólg blandaöri með lýsi, lítið af kjötmat og til drykkjar vatn, sýrublanda og nokkurn tíma sölt mjólkurlýsa. Að slíkur matur, sem ásamt hér kann að an- takast að hafi veriö illa tilbúinn, ekki gat verið holl fæða, einkum fyrir manneskju á ungum aldri, er tillíka plágaðist af sjúkdómi, það er aldeilis opið í augum." Dómsniðurstaða varð því sú, að ekki hafi verið hægt að saka Vil- hjálm og Guðrúnu um að hafa valdið dauða barnsins, heldur hafi fátækt hér átt mesta sök. Á hinn bóginn fannst Koefod sýslumanni hátterni þeirra hjóna á ýmsan hátt vítavert og þessar yfirsjónir „verk- að sem aðstuðningur þar til hjá þessu unga og veiklulega barni". Þar átti hann einkum við að þau hefðu ekki leitað læknis né fengið Vilborgu neina aðhjúkrun. Einnig þótti honum ámælisvert að: „Þau á hennar seinustu lífs- stundum hafa skilið hana aleina eftir í bænum án nokkurs tilsjónar og að þau hafa séð hana um- kringda af hárri óklárinda tröppu, er mátti vera einnrar veikrar manneskju heilbrigði mikið haml- andi án þess að fyrirtaka neina betrun á þessu hennar tilstandi." Dómur féll í málinu þann 18. október árið 1811 og voru Vil- hjálmur og Guðrún dæmd fyrir yf- irsjónir sínar til að hljóta 12 vand- arhögg hvort og greiða allan sak- arkostnað, sem taldist 31 ríkisdal- ur og 52 skildingar. Var dómurinn birtur sakborningunum 6. nóv- ember og þeim boðið að áfrýja en Klapparhjónin ákváðu að sætta sig við dóminn. Voru þau hýdd á Býjaskerjum þann 9. nóvember. Þegar innheimta átti málskostn- aðinn fannst fátt fémætt í hirslum 180 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.