Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 24
Fyrir utan sirkusinn: Efri röð frá vinstri: Njörður, Mar, Nonni. Neðri röð frá vinstri:
Helgi Þór, Steinunn, Sigrún, Hebba, Heiða.
Nohkrar
minningar frá
alheimsþingi
I.O.G.T.
í Danmörku
Kl. 7.30 laugardaginn 7. júlí
1990 mættu 7 krakkar úr stúkunni
Siðsemd nr. 14 í Garði, þau Árni,
Njörður, Helgi Þór, Már, Hebba og
Heiða og hann Nonni úr stúku frá
Akureyri, upp á flugvöll hress og
kát á leiðinni á alheimsmót
l.O.G.T. í Danmörku. Með okkur
fóru Sigrún S. Oddsdóttir 1. gæslu-
maður stúkunnar Siðsemdar og
Steinunn Sigurðardóttir 2. gæslu-
maður. Flogið var kl. 9.00. Flugið
tók um tvo og hálfan tíma og lent-
um við á Kastrupflugvelli kl. 13.30
að dönskum tíma. Þar tóku á móti
okkur Hilmar Jónsson og Elísabet
Jensdóttir sem áttu eftir að reyn-
ast okkur vel þessa vikuna, en þau
voru fulltrúar íslands á alheims-
þingi I.O.G.T. sem var haldið jafn-
hliða mótinu. Frá Kastrup tókum
við leigubíl til Bröndbyhallen, en
þar er stærsta íþróttasvæði Dan-
merkur og þar var gist í tjöldum,
ásamt flestum mótsgestum, en
sumir fengu gistingu í Bröndby-
hallen eða á hóteli í Giostrup, þar
á meðal Sigrún og Steinunn, en
það er um 8—10 km frá mótsvæð-
inu. Þegar á mótsvæðið kom tók
við um klukkutíma bið eftir Hilm-
ari, Sigrúnu og Elísabetu sem
voru í bílaleigubíi en voru ekki al-
veg búin að læra að rata svo þau
villtust á leiðinni.
Þegar þau loksins komu var far-
ið að finna tjaldstæði og að tjalda
sem gekk svona svolítið brösu-
lega sérstaklega með litla kúlu-
tjaldið sem Heiða og Hebba voru
með, það fékk síðan nafnið Kúlus-
úkk, tjald strákanna var skýrt
Angmagssalik og litla græna tjald-
ið sem Hilmar og Elísabet voru í
fékk nafnið Grænahlíð. íslenski
fáninn var síðan settur á tjald
strákanna.
Eftir að við höfðum komið okk-
ur fyrir fórum við stelpurnar út að
ganga, líta svona aðeins á fólkið
sem var víða að úr heiminum því
þátttakendur voru frá 50 löndum.
Við hittum nokkra stráka frá Nor-
egi sem voru í fótbolta og skellt-
um við okkur í leikinn með þeim.
Ekki má gleyma því að unglingar
á okkar aldri þurfa að borða og
eftir leikinn hittum við strákana
og skelltum í okkur kjúklingum
og frönskum. Eftir matinn var far-
ið inn í tjald til að slappa af og
kynna sér dagskrána og koma sér
svo í háttinn.
Daginn eftir vöknuðum við
stelpurnar eldsnemma í morgun-
mat en eftir hann var lítið að gera
svo við skriðum aftur inn í tjald og
steinsofnuðum. En á meðan við
krakkarnir sváfum fóru Sigrún og
Steinunn í messu í Grundtvigs-
kirken sem var byggð til minning-
ar um mesta sálmaskáld Dana
sem var uppi á árunum 1783—
1872. Við vöknuðum ekkert fyrr
en um hádegi öll glorsoltin enda
drifum við okkur í mat. Sunnu-
dagurinn leið með því að við löbb-
uðum um svæðið, hittum fullt af
unglingum og um kvöldið var svo
dansað.
Á mánudeginum var sofið fram
að hádegi og eftir matinn fóru
Hilmar og Elísabet með okkur í
stórmarkað stutt frá Bröndbyhall-
en. Þar var svo verslað og litið í
búðir. Um kvöldið var svo disk-
ótek þar sem allir skemmtu sér
frábærlega vel fram til kl. 2.00 en
þá fórum við í háttinn.
Eldsnemma á þriðjudagsmorg-
un var farið til Kaupmannahafnar
á Strikið. Þar var mikið skoðað og
verslað og var margt um mann-
inn. Að venju þurftum við að
borða og farið var á Mac Donald’s.
Eftir að við komum heim skelltum
við okkur i sturtu og haldið var í
sirkus. Þar voru mörg skemmtileg
skemmtiatriði og í lokin var fram-
kvæmd leysigeislasýning sem
aldrei hefur verið sýnd áður í sirk-
us og tókst það mjög vel. Eins og
öll önnur kvöld var dansað til kl.
2.00 og farið að sofa eftir það.
Morguninn eftir vöknuðu allir
Frá vinstri: Heiða og Hebba að tjalda.
188 FAXI