Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 13

Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 13
SKÓIAR Á SUÐURNESJUM Saga Gagnfræðaskólans í Keflavlk og Holtaskóla--------2. hluti— Þótt þrengsli liafi verið mikil i skólanum á þessum árum, eins og fram hefur komið hér að framan, rofar nokkuð til um vorið 1972. Lokið var við byggingu hæðar of- an á handavinnuálmu drengja, sem síðar meir á að verða tengi- álma við nýja byggingu, sem þeg- ar var farið að hugsa fyrir. I þetta nýja húsnæði er stjórnunarað- staðan flutt 1. maí. Með þessari viðbyggingu gerbreytist aðstaða skólastjóra og kennara. Þarna eru skrifstofur skólastjóra, yfirkenn- ara og skrifstofa skólans þar sem er eldtraust geymsluhólf fyrir gögn skólans. þá er þarna rúmgóð kennarastofa, snyrtiherbergi, fjöl- ritunarstofa, vinnuherbergi kenn- ara og sérherbergi fyrir viðtöl við foreldra. Með þessari miklu breyt- ingu hefur aðstaða breyst frá því að vera engin í að verða ein sú besta í skólum landsins. Þrátt fyrir þessa viðbót eru þrengsli svo mikil í skólanum að á næsta skólaári verður aftur að leita út fyrir skólann með hús- næði, en þá er 1. bekkur fluttur yf- ir í lðnskólann og þar fer kennsla hans fram næstu þrjú árin, en það er sá tími sem Gagnfræðaskólinn í Keflavík á eftir að starfa sem slík- ur. Nú fer í hönd gerbreyting á ís- lenska skólakerfinu. A Alþingi 1974 eru samþykkt ný fræðslulög, lög um grunnskóla. Þar segir í 1. grein m.a.: „Skylt er ríki og sveit- arfélögum að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 7 til 16 ára, eftir því sem nánar segir í þessum lögum. Skóli þessi nefnist grunnskóli og er öllum börnum og unglingum á nefndum aldri skylt að sækja skóla.“ Stefnt skal að því að þessi lög komi til framkvæmda svo fljótt sem auðið er þó eigi síðar en 10 árum frá gildistöku laganna. Þá falla úr gildi eldri fræðslulög og þar með lög um gagnfræðanám. Þá hefur einnig orðið mikil breyting varðandi framhaldsnám. Lengi höfðu menntaskólar aðeins verið þrír í landinu, Menntaskól- inn í Reykjavík , Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Laugarvatni. Var aðsókn ávallt það mikil í þessa skóla að tak- marka varð inntöku nemenda og var það gert með landsprófi miðskólans, en því prófi varð nemandi að ljúka með ákveðinni lágmarkseinkunn til að hljóta rétt til inntöku í þessa skóla. Því var landspróf miðskóla gjarnan nefnt sían fyrir framhaldsskólana og þá einkum menntaskólana. Vorið 1976 er landspróf mið- skóla tekið í síðasta sinn og í þess stað koma samræmd grunnskóla- próf. í þeim prófum þurfti nem- andi einnig að fá lágmarksein- kunn til að öðlast rétt til fram- haldsnáms en nú aðeins í kjarna- greinum, sem voru íslenska, stærðfræði, danska og enska. Þessi samræmdu grunnskólapróf voru og eru landspróf.Síðastliðið vor voru samræmd próf einungis í íslensku og stærðfræði. Ári síðar eða vorið 1977 útckrif- ast síðustu gagnfræðingarnir frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík og voru þeir 95. Þar með hafði skól- inn útskrifað 1276 gagnfræðinga frá því hann hóf starfsemi sína. Þetta vor útskrifaði skólinn einnig fyrstu nemendur sína með hinu nýja grunnskólaprófi og voru það 176 nemendur. FAXI 177

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.