Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 10
Fyrir skömmu var haldið í Keflavík 44. umdæmisþing Rótary-hreyfingarinnar
á íslandi. Faxi mun í næsta blaði fjalla um þetta þing,
en hér á eftir birtist ræða biskups,
herra Olafs Skúlasonar,
sem hann flutti á þinginu.
Kirkjan og heimurinn
Mér er það sönn ánægja að
koma hingað í dag til þess að
ávarpa Rotary-þing. Og ekki dreg-
ur það úr gleði vegna heimsóknar,
að ferðin iiggur hingað suður með
sjó. En héðan úr Keflavík á ég svo
margar minningar allt frá fyrstu
uppvaxtarárum mínum til þessar-
ar stundar, að fyllt gætu bækur.
Ég þakka því fyrir þann heiður,
sem mér er sýndur með því að
bjóða mér að koma hingað og
leggja nokkuð til málanna á þessu
þingi ykkar.
Mér var að vísu nokkur vandi á
höndum um efnisval og mat verk-
efnis, þegar mér var selt sjálf-
dæmi um slíkt. Við erum því svo
vanir, prestar, að geta byrjað á því
að fletta upp á guðspjöllum hinna
ýmsu sunnu- og helgidaga og
fengið þar viðmiðun og ieiðbein-
ingar, að það er ekki jafnauðvelt
og ætla mætti að marka sér stefnu
án þeirrar hjálpar, sem efni guð-
spjallanna miðlar.
En það dylst engum, hver er til-
gangur hreyfingar sem ykkar. Það
getur ekki aðeins verið að leiða
granna saman, eða jafnvel þá sem
einhverjar fjarlægðir skilja, held-
ur er í einstaklingum skyggnst
lengra og heimurinn allur skoðað-
ur og samspil þeirra þjóða og þar
með fólks, sem á heiminn að
heimkynni. Mér þótti því vel við
hæfi að líta á verkefni mitt út frá
þessu sjónarmiði, en þá um leið
að tengja það höfuðviðfangsefni
lífs míns og starfs, þar sem er
kirkjan. Þess vegna hef ég kosið
að fjalla um efnið kirkjan og heim-
urinn.
Það vitum við öll næsta vel, að
hversu löng ferð, sem kann að
vera framundan, hefst hún ætíð á
einu litlu skrefi. Kínverskt spak-
mæli, sem ég las einhverju sinni
gefur líka ákveöna uppskrift af
því, hvernig hver um sig fær búið
í betri heimi. Formúlan var á
þessa leið: Sá sem vill betrum-
bæta heiminn á að byrja á sjálfum
sér. Taki hann framförum, mótast
heimilið af því einnig. Og verði
heimilið allt betra, tekur gatan
sinn svip af framförunum. Síðan
bæjarhverfið, loks bærinn allur og
síðan landið. Og þá er ekki nema
stutt í það, að heimurinn allur
verði betri. En byrjunin er hver og
einn sjálfur. Þetta virðist ekki ýkja
flókið og sjálfsagt mjög margt til í
þessu. Og mér þykir þá líka senni-
legt, að sama hugsjón sé að baki
starfi Rotary-hreyfingarinnar með
því að leiða granna til fundar hver
við annan, síðan bæjarbúa, lands-
menn og loks íbúa heimsins alls.
Með auknum kynnum færist sjón-
deildarhringurinn út, en hættu-
legasta hindrun framfara með
góðum skilningi er nesjamennska
nærsýninnar, þar sem hver og
einn Íítur aldrei yfir eigin túnvegg
og lætur sér það linda, sem fyrir
innan finnst án tillits til þess, sem
fyrir utan liggur og án þess að
velta fyrir sér örlögum þeirra,
sem þar búa.
Rotary-hreyfingin leiðir heim-
inn allan fram sem viðfangsefni
með því að laða granna til sameig-
inlegs fundar og umræðu um mál,
sem fleiri skiptir en þá, sem búa í
næstu nánd. Kirkjan gerir einnig
hið saman. Hún leiðir trúaða upp
á nokkra hæð, rétt eins og við er-
um látin líta í dýrlegri frásögn í
Fyrstu Mósebók, þar sem speglast
hugsun fólks í árdaga og þrá þess
eftir skýringu á þeim hlutum, sem
enn vefjast fyrir færustu vísinda-
mönnum hinnar tuttugustu aldar.
Og mér hefur aldrei fundist ég
hrasa um nokkurn þröskuld, þeg-
ar ég skoða frásögn fornra sjá-
enda af upphafi heimsins. Sumir
setja slíkt svo fyrir sig, að það sé
ekki hægt að trúa því, að heimur-
inn hafi orðið til fyrir mátt orðsins
eins og tala um milljónir alda í
samanburði við sekúndur, sem
hið talaða orð noti. Og því neita
slíkir allri umærðu um trúmál, af
því að ekki sé hægt að trúa sköp-
unarfrásögu hinnar Fyrstu Móse-
bókar.
Ég lít allt öðru vísi á þetta mál.
Biblían er ekki kennslubók í jarð-
fræði, ekki heldur kennslubók í
náttúru- og eðlisfræði. Hún er
fyrst og fremst trúarbók og leiðir
lesanda fram fyrir Guð. í sjálfu sér
mætti duga að skoða hin fyrstu
orð þess fyrsta kafla hinnar fyrstu
bókar, þar sem er skráð: ,,I upp-
hafi skapaði Guð.“ Það er þetta,
sem er að baki frásögninni. Að
baki öllu er kraftur, sem við fáum
ekki skýrt, en við nefnum Guð. Og
hefur þó dregið saman með Guðs-
trúarfólki og vísindamönnum, eft-
ir að farið var að skoða af athygli
kenningar um upphafshvellinn
mikla, sem er bergmál sköpunar á
því andartaki rétt eins og Biblían
bendir til. En það er annað mál,
og trú verður aldrei metin og veg-
in eftir reglum vísindanna. Á held-
ur ekki að vera það, og ekki lield-
ur að gjalda vegna þess, sem slíkir
gefa fyrirfram.
En í takt við umhugsunarefni
mitt vil ég vitna til enn eins vers
þessa fyrsta kafla Biblíunnar. Þar
segir frá sköpun mannsins og kon-
unnar og að Guð hafi blessað þau.
Síðan fær hann þeim verkefni að
vinna: „Verið frjósöm, margfaldist
og uppfyllið jörðina og gjörið ykk-
ur hana undirgefna og drottnið yf-
ir fiskum sjávarins og yfir fuglum
loftsins og yfir öllum dýrum, sem
hrærast á jörðinni. Og Guð sagði:
Sjá, ég gef ykkur alls konar sáð-
berandi jurtir á allri jörðinni og
alls konar tré, sem bera ávöxtu
með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“
(Gen I. 28n)
Hvað er þessi einfaldi texti að
segja okkur? Það er ekki verið að
útlista leyndardóm sköpunarinn-
ar, heldur að segja, hvert afl það
sé, sem er að baki öllu. Og sam-
fara því að benda á ábyrgð manns-
ins. Því aðeins getur það orðið
honum til góðs, sem gefið er, að
hann kunni að gæta vel.
Og þá er ég sennilega kominn
að því atriði, sem hvað sárast
brennur nú á mörgum manni og
veldur kvíða í umhugsuninni ann-
ars vegar, en hins vegar hlýtur
174 FAXI