Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 19

Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 19
MINNING Kristján Þ. Ingibergsson skipstjóri Skyndilega var Kristján Þórar- inn Ingibergsson, Diddi eins og við nefndum hann alltaf, kvadd- ur héðan í blóma lífsins kvöldið 3. júlí sl. Fyrir nær tveimur árum fékk hann áfall sem hann virtist hafa komist yfir að fullu. Kallið kom því öllum á óvart. Hann fæddist 23. febrúar 1947 hér í Keflavík. Foreldrar hans voru María Auðunsdóttir og Ingiberg Þ. Halldórsson. Diddi ólst upp að mestu hjá móðurforeldrum sínum, heið- urshjónunum Önnu Kristjáns- dóttur og Auðunni Karlssyni á Asabraut 2. Okkar næstu og bestu ná- grannar í 20 ár. Diddi var því heimagangur hjá okkur frá barnæsku. Hann var ekki gam- all þegar hann fékk fyrst að fara með okkur í dragnótaróður á mb. Baldri út í Buktina. Sextán ára byrjaði hann að fara með okkur í hlauparóðra og var svo að mestu á mb. Baldri þar til hann fór í Stýrimanna- skólann. Þar lauk hann námi vorið 1971. Þá fór hann strax stýrimaður á mb. Hegra með Jó- hanni Péturssyni, sem áður hafði verið með mb. Baldur. Árið 1972 var Diddi skipstjóri á mb. Ólafi II KE. Um skeið átti hann mb. Skagaröst með Sævari Brynjólfssyni og var þar skip- stjóri. Eftir að þeir seldu Skaga- röstina var hann að mestu með Þorsteini Árnasyni á ms. Ársæli. Árið 1981 kom Diddi aftur á mb. Baldur og þá sem skipstjóri. Þar fann hann sig vel, einkanlega á dragnótaveiðunum og náði á þeim betri tökum en flestir eða allir þau ár sem hann átti eftir. Öll árin hafði hann sömu sam- hentu skipshöfnina að mestu með sér á mb. Baldri. Diddi var nútíma skipstjóri. Hann var fljótur að tileinka sér öll ný tæki og náði leikni í að fara með þau og nýtti sér kosti þeirra. Ekki stólaði hann þó alfarið á tæknina, heldur lagði sig einnig eftir fræðum þeirra eldri og margar „lexíurnar" í dragnóta- fræðum nam hann í eldhúsinu hjá Óskari Jónssyni, sem kennd- ur var við mb. Gullþór á sinni tíð. Síðan í haust var hann búinn að brjótast í að eignast mb. Bald- ur sem seldur hafði verið til Ak- ureyrar, til þess að hirða af hon- um kvótann. Sú sala var honum mikið áfall og kom honum sem öðrum mjög á óvart. Diddi var kominn í forstöðu í félagsskap skipstjórnarmanna og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þeirra vegum. Mest lét hann þó til sín taka í öryggismálum sjó- manna. 1 einkalífi var Diddi mikill gæfumaður. Kornungur valdi hann sér traustan lífsförunaut, Kristínu Guðnadóttur. Þau stofn- uðu heimili aðeins 16 ára gömul. Ekki spáðu allir vel fyrir því til- tæki, en þau voru samhent og staðráðin í að hnekkja öllum hrakspám. Leystu öll sín vanda- mál ekki síður en þeir sem eldri voru og fljótlega varð heimili þeirra og sambúð til fyrirmynd- ar. Börnin urðu þrjú, Anna Mar- ía, bóndakona austur á Hellu- vaði 111, sem á tvö börn, stúlku og dreng, Guðný, sem þegar hef- ir fest ráð sitt, og yngstur er svo Bergþór. Diddi var mjög hændur að afa sínum og sjaldan lét Auðunn sig vanta á bryggjuna þegar Baldur kom að landi. Það mátti vel sjá á honum hvernig Baldur hafði fiskað. Nú verða þáttaskil í lífi þeirra sem næst stóðu Didda, mest hjá þér Kidda mín og börnunum. Megi góður Guð styðja ykkur og styrkja. Ólafur Björnsson. elta mig inn á stöðina því að opin- berar byggingar væru algjörir bannstaðir fyrir slíkt fólk. Þeim yrði strax stungið í steininn ef lög- reglan sæi þær þar. Eg ákvað því að bíða þar átekta og fylgjast með atburðarrásinni úr fjarlægð. Tann- læknirinn og sonur minn virtust óhultir í bílnum. í fyrstu ætluðu konurnar að velta bílnum og tóku að rugga honum allmikið til hlið- anna, en ein kvennanna kenndi í brjósti um drenginn og vildi ekki skaða hann. Þær hættu því við að velta bílnum. Nú hófst tveggja klukkustunda bið þar sem ég beið eftir því að þær færu burt, og þær jafn ákveðnar í því að ná sér niðri á mér. Þær þorðu ekki inn á sím- stöðina af ótta við að lögreglan birtist og handtæki þær, og ég hik- aði við að brjóta mér leið í gegn- um kerlingaþvöguna þar sem þær lokuðu einu undankomuleið minni út af símstöðinni. Eg vonað- ist til að lögreglan yrði vör við læt- in þarna úti fyrir og kæmi okkur til hjálpar. Á meðan á þessu stóð var fólk sífellt að fara til og frá símstöðinni. I borginni eru 4 milljónir íbúa og var ég vonlítill um að nokkur kunningi rækist þarna inn, enda þekkti ég aðeins örfáa í borginni. En viti menn, allt í einu kemur þarna aðvífandi innfæddur prest- ur sem ég þekkti og bjó í borginni. Hann dreif sig strax í að reyna að leysa vanda minn og fór út til að tala við kvenfólkið. Aðeins þeir sem hafa dvalið um tíma í afrísku samfélagi geta séð fyrir sér þær samningaviðræður sem nú byrj- uðu, með öllum þeim æsingi og handapati sem slíku fylgir. Konunum var heitt í hamsi yfir þessum ófyrirleitna útlendingi sem hafði blóðgað stallsystur þeirra. Og nú kröfðust þær skaða- bóta fyrir blóðugan puttann! Þær vildu fá ekki minna en 50 Naira, sem í þá daga voru jafnvirði tæp- lega $100. Þegar kunningi minn kom inn á stöðina til mín með þessa kröfu tók ég það ekki í mál, enda hafði stúlkan sjálf skapað sér þessi vandræði. Vinur minn hristi höfuðið yfir þrjósku Islendingsins. Hann taldi sig hafa náð góðu sam- komulagi og mætti ég þakka fyrir að sleppa svo létt! Hann fór út aftur að tala um fyr- ir stúlkunum og kom ekki aftur inn til mín fyrr en eftir langan tíma sigri hrósandi, því að nú hafði honum tekist að lækka skaðabótakröfuna niður í 10 Na- ira, sem hann sagði að ég yrði að fallast á og þar með yrði málið úr sögunni. En ég var ekki á því að láta vændiskonu komast upp með það að hafa fé út úr mér. Ég sat við minn keip eins þver og þrjóskasti íslendingur getur verið, þegar honum finnst hann ranglæti beitt- ur. „Hvað sem gengur á, kvensan skal ekki fá eitt einasta penní frá mér," svaraði ég. Enn einu sinni hélt presturinn út í myrkrið til frekari samningavið- ræðna og var nú orðinn vonlítill um að geta leyst málið farsællega. Eftir drykklanga stund kemur hann skælbrosandi inn til mín aft- ur og segir málið leyst og ég sé nú laus við allar skaðabótakröfur. Sjálfur yfirmaður lögreglunnar í þessum borgarhluta hafði óvænt komið á staðinn, hlustað á alla málavöxtu og kaus að trúa prest- inum og tannlækninum fremur en skækjunum. Hann skipaði þeim að hypja sig burt ellegar léti hann menn sína handtaka þær allar. Loksins gátum við haldið heim á leið eftir viðburðaríkt kvöld. Þegar danskur prestur, sem var yfirmaður minn í Nígeríu, heyrði málavöxtu, hafði hann mjög gam- an af og stríddi mér mikið. „Hugs- aðu þér bara, Steini," sagði hann oft við mig. „Ég sé fyrir mér fyrir- sagnir blaðanna, ef þetta hefði orðið að lögreglumáli." Uppá- haldsfyrirsögnin hans, sem hann gat helst ímyndað sér að blöðin myndu hafa birt, var þessi: „Kristniboði krafinn skaðabóta fyrir illa meðferð á vændiskonu!" En ég þakkaði mínum sæla fyrir farsæla lausn, og hét því að koma aldrei aftur nálægt þessari sím- stöð! Þetta er aðeins einn af mörgum afríkupunktum mínum. Af nógu er að taka, en það bíður seinni tíma. FAXI 183

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.