Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 21
Knattspy rn ufélagið
Víðir sigrar í 2. deild.
Þrjú lið af Suðurnesjum hafa í
sumar leikið í 2. deild: Víðir, ÍBK og
Grindavík. Framan af mótinu leit
ekki út fyrir, að neitt liðanna
myndu blanda sér í toppbaráttuna
í deildinni og um tíma voru bæði
IBK og Grindavík í bullandi fallbar-
áttu. Leikmenn Víðis léku þó sínu
best og á síðari hluta mótsins
náðu þeir sér verulega á skrið og
er skemmst frá því að segja, að
þeir enduðu sem sigurvegarar í
deildinni með 41 stig (Breiðablik í
öðru sæti með 32). ÍBK varð í
fimmta sæti með 25 stig og
Grindavík í því þriðja neðsta
með 20 stig. Faxi óskar Víðis-
mönnum til hamingju með þenn-
an góða árangur og óskar þeim
um leið góðs gengis í fyrstu deild
næsta sumar.
Efsta röö frá vinstri: Ingvar Jóhann-
esson, Einar Jón Pálsson, Hlynur Jó-
hannsson, Klemenz Sæmundsson,
Daníel Einarsson, Vilberg Þorvalds-
son, Þorsteinn Eyjólfsson, Óskar
Ingimundarson þjálfari, Jónas And-
resson liðsstjóri.
Miðröð frá vinstri: Halldór Þorvalds-
son, Víðir Finnbogason, Atli Vil-
helmsson, Gísli Heiðarsson, Ásbjörn
Ásmundsson, Þorfinnur Hjaltason,
Karl Finnbogason, Magnús Þór
Magnússon liðsstjóri, Eyjólfur Gísla-
son framkvæmdastjóri, Sigurður
Gústafsson formaður.
Fremsta röð frá vinstri: Grétar Einars-
son, Ólafur Róbertsson, Vilhjálmur
Einarsson, Sævar Leifsson, Steinar
Ingimundarson, Björn Vilhelmsson,
Guðjón Guðmundsson fyrirliði, Guð-
mundur Einarsson.
Ljósmynd: Heimir.
Útibú íslandsbanka
sameinuð
Mönnum er erlaust enn í fersku
minni stofnun íslandsbanka hins
nýja. Mörgum fannst það vel til
Séö yfir afgreiðslusalinn. Ungu gest-
irnir kunnu að meta „trakteringar" og
gjafir. Ljósm. Faxi.
Eiríkur Alexandersson útibússtjóri.
ífldropinn
fallið að hefja til vegs og virðingar
þetta gamla og virðulega banka-
nafn. Samruni þeirra fjögurra
banka sem að bak i stóðu, Iðnaðar-
banka, Verslunarbanka, Alþýðu-
banka og Útvegsbanka virðist
hafa gengið nokkuð snuðrulaust
fyrir sig, þrátt fyrir að þar hafi ver-
ið í mjög mörg horn að líta. Eitt erf-
iðasta verkefnið hefur sennilega
verið sameining eða fækkun gam-
alla og gróinna útibúa.
í Keflavík höfðu Útvegsbankinn
og Verslunarbankinn sitt hvort úti-
búið og var því Ijóst, að þau
myndu verða sameinuð. Ákveðið
var að nýta húsnæði Útvegsbank-
ans að Hafnargotu 60, enda er þar
um stórt og gott hús að ræða.
Verulegarbreytingarvoru gerðar
á afgreiðslusal útibúsins og hafa
þær tekist mjög vel. Nýjar innrétt-
ingar voru settar upp, gjaldkera-
stúkum fjölgað og afgreiðslukerf-
ið tengt Reiknistofu bankanna.
Þegar hið sameinaða útibú var
opnað var tekið á móti viðskipta-
vinum þess með viðhöfn og var
tíðindarmaður Faxa mættur á
staðinn og voru þá meðfylgjandi
myndir teknar.
Ný námskeið hjá VSFK
Á næstunni hefjast hjá VSFK
námskeið fyrir byggingaverka-
menn. Er þar um að ræða grunn-
nám en aö því loknu geta menn
átt kost á sérhæfðum námskeið-
um í hinum ýmsu greinum bygg-
ingariðnaðarins.
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðmundi finnssyni, fram-
kvæmdastjóra VSFK, þá munu
fyrst verða hafist handa á stærstu
vinnustöðunum þ.a m. hjá ís-
lenskum aðalverktökum.
Hér fara á eftir upplýsingar um
grunnnámskeið þetta:
Helstu markmið
grunnnámskeiðs
Að kynna fyrir byggingaverka-
mönnum hvernig framkvæmdum
á byggingarstað sé háttað og
vekja þá til umhugsunar um ýmsa
þætti sem að byggingarstarfsemi
snúa.
Að auka áhuga þeirra, hæfni og
getu til að inna af hendi hin marg-
víslegu byggingarstörf.
Þátttakendur
Námskeiðið er ætlað bygginga-
verkamönnum sem starfað hafa
a.m.k. þrjá mánuði hjá sama
vinnuveitanda.
Lengd grunnnámskeiðs
Reiknað er með að námskeiðið
standi í fimm daga, um fjórar klst.
hvern dag, og hefst íd. 16.00.
Kennt er mánudaga, miðvikudaga
og einn laugardag.
Nánari tímasetning og dagsetn-
ingar verða auglýstar hverju sinni.
FAXI 185