Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 18
STEINÞÓR ÞÓRÐARSON
AFRÍKUPUNKTAR
I fyrstu grein minn hér í Faxa
(Afríkupunktar, maí 1990) minnt-
ist ég á hve símamálin í Nígeríu
voru í miklum ólestri, en þetta á
við áratuginn eftir Biafrastríðið.
Eitt sinn fór ég til höfuðborgarinn-
ar, Lagos, um 800 km leið frá
heimabæ mínum, Port Harcourt,
til að hringja eitt símtal til Evrópu.
Pað var skömmu eftir kvöldmat-
inn og myrkur skollið á þegar ég
kom að símstöðinni í einni útborg-
inni. Yngsti sonur minn var með
mér í bílnum og sat hann í aftur-
sætinu. í framsætinu var ungur,
amerískur tannlæknir sem var
rétt nýkominn til landsins.
Eftir að hafa lokið erindum mín-
um á símstöðinni hélt ég aftur út
á bílastæðið. Símstöðin var í
næsta nágrenni við stórt og veg-
legt hótel þar sem mikið var um
erlenda ferðamenn. Á götunum
umhverfis hótelið og símstöðina
var mikið um vændiskonur sem
sóttu ákaft eftir viðskiptum við
ferðamenn. Um nærveru kvenn-
anna hafði ég ekki hugmynd um
þegar ég fór inn á símstöðina, en
átti eftir að komast í kynni við
harða ásókn þeirra þegar ég gekk
aftur út á bílastæðið.
Ég var rétt sestur undir stýri og
ætlaði að skella bílhurðinni aftur
þegar, eins og þruma úr heiðskíru
lofti, ein kvensniftin hentist utan
úr myrkrinu og upp í fangið á mér
með miklum fleðulátum og
spurði, „vantar þig ekki vinkonu í
kvöld?" Ég hélt nú ekki, og ýtti
henni út úr bílnum. En áður en
mér tókst að loka hurðinni var
hún aftur komin upp í fangið á
mér. Þegar ég endurtók fyrri við-
leitni að losna við hana kom hún
jafnhraðan upp í kjöltu mína áður
en ég gat lokað og ekið af stað.
Þetta var orðið hið versta mál, en
átti eftir að versna all verulega.
Nú var svo komið að ég varð að
bera hana út úr bílnum nokkra
metra og ýta henni vel frá mér.
Síðan stökk ég aftur inn í bílinn og
skellti huröinni í lás. En svo sprett-
hörð var hún að henni hafði tekist
að grípa um dyrastafinn áður en
ég skellti hurðinni í lás og var
þumalfingur hennar klemmdur
milli stafs og hurðar. Nú voru góð
ráð dýr enda voru fjórar stallsyst-
ur hennar komnar til að aðstoða
hana, og ekki var um annað að
ræða en að opna dyrnar enn einu
sinni og losa dömuna. Þá notaði
hún tækifærið og makaði mig all-
an út með blóði sínu, þar sem all
mikið blæddi úr fingrinum.
Þar sem mér hafði gengið svo
erfiðlega að losa mig við þessa
einu dömu, sá ég fram á að enn
verra yrði að standa í stymping-
um við fimm herskáar skækjur
sem nú litu á mig sem árásar-
mann. Nú var svo komið að ég
þurfti á lögregluhjálp að halda,
enda fjölgaði nú kvenfólkinu óð-
um. Ég ákvaö því að hlaupa inn á
símstöðina til að hringja á lög-
reglu. Um leið kallaði ég til tann-
læknisins að hafa bílinn læstan og
uppskrúfaðar rúðurnar.
Á símstöðinni uppgötvaði ég að
þótt hægt væri að hringja þaðan
til allra heimsálfa, þá var ekkert
símasamband til næstu lögreglu-
stöðvar! Þegar ég ætlaði út aftur
sá ég að nú voru komnar um 20
skækjur á staðinn og umkringdu
þá bílinn svo að engin leið yrði
fyrir mig aö komast burt á hon-
um. Á símstöðinni var mér sagt að
þær myndu alls ekki voga sér að
182 FAXI