Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 25
I
miður hressir kl. 6.00 og haldið
var með lest til Friðriksborgar-
hallar þar sem okkur var sögð
saga hallarinnar og hún skoðuð
að utan og innan. Þaðan var svo
haldið áfram til Gilleleje, sem er
nyrsti bær Sjálands og er frá því
um árið 1500. Þar beið okkar mat-
ur, bærinn skoðaður og um
kl.15.00 var haldið aftur til Kaup-
mannahafnar.
í Kaupmannahöfn tók á móti
okkur lúðrasveit á járnbrautar-
stöðinni og spilaði nokkur lög.
Þaðan var gengið í skrúðgöngu til
ráðhússins þar sem mótmælt var
vímuefnum og kölluð nokkur
slagorð. Og þá var komið að Tív-
olíinu þar sem við hentumst á
milli tækja. Þegar heim var komið
voru allir dauðþreyttir eftir dag-
inn enda var farið beint að sofa.
Ekkert diskótek.
Um hádegi skriðum við stelp-
urnar grútmyglaðar út úr tjaldinu
og skelltum okkur í sturtu (það
var nú gott). Seinna um daginn
dæmdi Heiða sinn fyrsta landsleik
í fótbolta þegar Norðmenn og Sví-
ar mættust í hörku spennandi leik
sem lauk með sigri Svía 2—0. Um
kvöldið var skemmtun þar sem
unglingar sáu sjálfir um skemmti-
atriðin. Eftir hana var svo dansað
til kl. 2.00 en þá var farið að sofa.
Á föstudeginum ætluðum við
stelpurnar að keppa í fótbolta.
Dregið hafði verið í liðin og gekk
þeim misjafnlega vel t.d. eins og
liðið sem Hebba var í féll strax úr
í undankeppni en liðið sem Heiða
var í komst alla leið í úrslit en tap-
aði naumlega 1—0. Eftir keppnina
var tekið saman, allir kvaddir og
haldið út á flugvöll. Flogið var um
Friðriksborgarhöll.
kl. 19.00 að staðartíma og komið
heim um kl. 22.30 að íslenskum
tíma.
Veðrið þessa vikuna var gott, þó
lítil sól en hlýtt og logn. Allir
skemmtu sér mjög vel og að lok-
um viljum við þakka Stórstúku ís-
lands, Kiwanisklúbbnum Hofi í
Garði og öðrum Garðbúum fyrir
að styrkja okkur til þessarar farar
á þetta ógleymanlega og
skemmtilega mót, margt fleira var
þar gert en hér hefur verið upptal-
ið. Sérstakar þakkir til Elísabetar
og Hilmars fyrir ómetanlega
hjálp, aðstoð og þolinmæði við
okkur þessa eftirminnilegu viku,
7.-13. júlí 1990.
Fyrir hönd ferðafélaganna
Heiða og Hebba.
Verið að bíða eftir iestinni í Gilleleje sem átti að fara til Kaupmannahafn-
ar.
FAXI 189