Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 7
í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor
Nýtt fólk við stjórnvölinn
Aö venju uröu nokkrar breytingar í rööum bæjar- og
sveitarstjóra eftir kosningarnar í vor. Pólitíkin þykir oft
haröur húsbóndi og starf sveitarstjóra getur því veriö æöi
ótryggt. Ætla má þó, aö menn gangi út frá því sem vísu,
þegar menn ráöa sig til starfsins, þannig aö sjaldnast kem-
ur til leiöinda í því sambandi. Öll sveitarfélögin hafa nú ráö-
ið sér stjórnanda með þeirri undantekningu þó, að í Hafna-
hreppi er ekki starfandi sveitarstjóri nú sem stendur.
Hér á eftir veröa þeir lítillega kynntir sem nú sitja í áöur-
nefndum stöðum. Um leið þykir okkur á Faxa tilhlýðiiegt að
þakka þeim er á brott hverfa ánægjulegt samstarf á undan-
förnum árum.
GARÐUR
Hinn nýi sveitarstjóri í
Garðinum er Siguröur Jóns-
son frá Vestmannaeyjum og
er hann 45 ára aö aldri. Hann
er frá Vestmannaeyjum, en
auk kennslu hefur hann m.a.
stundað verslunarstörf og
verið skrifstofustjóri við Ráð-
hús Vestmannaeyjabæjar.
Kona Sigurðar er Ásta Arn-
mundsdóttir og mun hún í
vetur kenna við Gerðaskóla.
Þau eiga þrjú börn.
MIÐNESHREPPUR
Stefán Jón Bjarnason mun
áfram gegna starfi sem sveit-
arstjóri í Sandgerði, en því
hefur hann gegnt í fjögur ár
með miklum ágætum. Stef-
án Jón er 41 árs að aldri. Kona
hans er Þórdis Arngrímsdótt-
ir og hefur hún m.a. verið við
störf hjá DS. Þau eiga þrjú
börn.
KEFLAVÍK
I Keflavík er nú bæjarstjóri
Keflvíkingurinn Ellert Eiríks-
son fráfarandi sveitarstjóri í
Garðinum. Ellert hefur áður
starfað fyrir Keflavíkurbæ,
því hann var um nokkuð
langt skeið verkstjóri bæjar-
ins. Ellert er 52 ára að aldri.
Kona hans er Birna Jóhann-
esdóttir og eiga þau þrjú
uppkomin börn.
NJARÐVIK
í Njarðvík er bæjarstjóri
Kristján Pálsson og er hann
45 ára gamall. Hann hefur áð-
ur gegnt starfi sveitarstjóra,
bæði á Ólafsvík og á Suður-
eyri og er ekki vafi á að sú
reynsla mun nýtast honum
hér. Kona Kristjáns heitir
Halla Þórhallsdóttir og eiga
þau tvö börn.
VOGAR
Á Vatnsleysuströnd hefur
ráðist til starfa sem sveitar-
stjóri Jóhanna Reynisdóttir.
Jóhanna er 32 ára gömul og
stýrði hún í nokkur undanfar-
in ár útibúi Verslunarbankans
i Keflavík. Maður hennar er
Ólafur Eyþór Ólason múrara-
meistari.
GRINDAVÍK
Eins og í Sandgerði varð
engin breyting í Grindavík á
stöðu bæjarstjóra. Jón Gunn-
ar Stefánsson gegnir áfram
því starfi og fær hann því
áfram tækifæri til að vinna að
þeirri miklu uppbyggingu
sem átt hefur sér stað þar í
bæ. Kona Jóns Gunnars er
Gunnhildur Guðmundsdóttir
og starfar hún við verslunina
Paloma. Þau hjónin eiga þrjú
uppkomin börn.
FAXI 171