Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 23

Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 23
Karl Sæmundsson II GLÆFRAfOR Milli bæjanna Krakavalla og Steinavalla rann lækur niður hlíð- ina. Upp undir Brúnarloti var foss í læknum. Hann hét Dynjandi. Oftast var lítið vatn í læknum en óx þó mjög þegar rigndi og sérstaklega í vorleysingum. Þessi foss var býsna hár, féll fram af klöpp í lækjarbotn- inum lóðrétt niður og kom ekki við bergið fyrr en lagt niðri í hlíðinni. Til hliðar við fossinn, Krakavalla megin var snarbrött móbergshella og náði brún hennar niður að gljúfr- inu sem fossinn féll í. I miðri hellunni var svolítil gróð- urtorfa sem ekki hafði blásið eða runnið niður brattann. Miðsvegar í þessari gróðurtorfu höfðum við bræðurnir séð angalitla birkihríslu. þráðbeina. Birki var mjög sjaldgæft á þessum slóðum en áhugi heima- fólks á ræktun allskonar feiknamik- ill. Líklega höfum við bræður sagt Mögnu systur frá þessum merkilega fundi, ellegar við höfum ætlað að gleðja hana óvænt með svo vænni jurt. Víst er það að við löbbuðum síðla vors eða snemma sumars upp að fossi með vasahníf einan að vopni. Með honum ætluðum við að skera plöntuna lausa. Ekki kom okkur til hugar að þetta yrði hættuferð, þurfti þó ekki mikla fyrirhyggju að sjá slíkt fyrir. Fyrst urðum við að komast niður, en hvergi fótfesta í hellunni glerharðri. Þá var eftir að ná jurtinni og koma með liana upp. Mesta hættan var þó sú að þessi litla gróna torfa rynni hreinlega af stað með okkur. Hefðum við þá ekki þurft að kemba hærur. Einhvern veginn komumst við samt niður, höfum sennilega látið okkur renna síðasta spölinn. Síðan tókum við að losa plöntuna með hnífnum, fórum hægt og gætilega því við ætluðum að ná öllum rótum heilum. Þetta hangs hefir sennilega orðið okkur til lífs. Þegar búið var að losa birki- títluna og dáðst að henni var farið að hugsa til uppgöngu. Ég kom oft seinna á þennan stað og aldrei gat ég eygt möguleika til uppgöngu frá þeim stað þar sem viö vorum staddir. Rétt í þann mund sem ætlunin var að hefjast handa, heyrðum við smá þrusk og sáum samstundis að endi á reipi var kominn að fótum okkar. Við litum upp og sáum pabba standa á brúninni. Hann hélt í hinn endann á reipinu og benti okkur að grípa strax í okkar enda. Það gerð- um við á augabragði og lásum okk- ur upp. Þegar upp var komið og horft var niður, held ég að báðum hafi orðið ljóst hvílíkir glópar við höfðum ver- ið og hversu litlu hafði munað. Pabbi hafði fylgst með ferðum okkar og stokkið af stað þegar hann sá hvert stefndi. Hann lét reipið renna niður til okkar, þorði ekki að kalla, ef okkur hefði þá brugðið og þessi litla gróðurvin vísast runnið af stað. Við fengum engar skammir. Svona var pabbi. Skrifad af Karli Sæmundssyni 1977. MINNING Sveinbjörg R. Sveinbjörnsdóttir Fædd 13. nóvember 1915 — Dóin 30. ógúst 1990 Sveinbjörg Rannveig Svein- björnsdóttir var fædd að Eiði í Garði þann 13. nóvember 1915, dóttir Sveinbjörns Ivarssonar og Halldóru Sigvaldadóttur, sem lengi bjuggu að Eiði í Garði. Fimm ára að aldri rnissti Svein- björg föður sinn, þá var börnun- um komið fyrir eins og venja var þá. Börnin fóru á ýmsa bæi í Garði, en Sveinbörg fylgdi móð- ur sinni þar til hún gat farið að vinna fyrir sér sjálf. Sveinbjörg var afar dugleg og eftirsótt til vinnu. Árið 1930 kaupir Ársæll bróðir hennar húsið Holt að fóst- urforeldrum mínum, Ingimundi Jónssyni og Soffíu Magnúsdótt- ur, og þá flytur Halldóra móðir þeirra að Holti í Garði og að sjálfsögðu flutti Sveinbjörg þangað líka. Þegar Sveinbjörg er 16 ára fer hún til Reykjavíkur og ræður sig í vinnu hjá Fisk- veiðafélaginu Kvöldúlfi, hún vann þar við fiskþvott. Það var haft fyrir satt, að það hefðu ekki verið nein vettlingatök þegar hún velti þessum stóru fiskum til að þvo á þeim bakið, já hún Sveinbjörg stóð fyrir sínu. Árið 1935 giftist Sveinbjörg Þórði Jörgenssyni frá Hjalla- króki i Ölfusi og byrjuðu þau að búa í Holti í Garði. Þórður and- aðist árið 1984, og blessuð sé minning hans. Árið 1936 eignast Ársæll bróð- ir Sveinbjargar dreng með Rögnu Jörgensdóttur, hún var systir Þórðar. Sveinbjörg og Þórður tóku þennan dreng í fóst- ur og var hann hjá þeim í rúm þrjú ár. Árið 1936 áttum við Mál- fríður Baldvinsdóttir von á okk- ar fyrsta barni, þá fengum við inni í Holti hjá Þórði og Svein- björgu. Það var mikið happ fyrir okkur hjónin að kynnast þessu góöa fólki. Árið 1937 byrjum við Þórður að byggja tveggja hæða hús í landi Kothúsa í Garði og köllum það Fagrahvamm. Þar bjuggum við á sinni hæðinni hvor í 17 ár. Þórður og Svein- björg eignuðust tíu börn, tvö dóu ung en átta komust til full- orðinsára, myndar- og dugnað- arfólk sem líkist foreldrum sín- um. Þórður var fæddur bóndi, hann ræktaði túnblett í landi Kothúsa og byggði fjós og hlöðu, keypti kú og hafði hænsni. Það var mikil búbót fyrir barnmarga fjölskyldu að hafa kú í fjósi. Þórður var mikið til sjós, hann þurfti að afla heimilinu tekna, þá varð Sveinbjörg að hugsa um kúna og börnin. Þrátt fyrir öll börnin þeirra hafði Sveinbjörg hjartarými til að taka ungan dreng í fóstur. Hann hafði misst móður sína og faðir hans varð að fara á Vífilsstaðaspítala. Þennan dreng hafði hún hjá sér þar til hann gat unnið fyrir sér sjálfur, hann heitir Magnús Gíslason. Sveinbjörgu þótti vænt um Hvamminn sinn, eins og hún kallaði hann, þar leið henni vel og þar vildi hún vera meðan líf hennar entist. Það gat þó ekki orðið, því hún þurfti að fara á sjúkrahúsið í Keflavík og þar andaðist hún 30. ágúst sl. Við Málfríður minnumst þess- ara hjóna ávallt með hlýhug og þakklæti. Sveinbjörg var jarð- sett í Utskálakirkju 7. september 1990 við mikið fjölmenni, og blessuð sé minning hennar. Við hjónin vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Njáll Benediktsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.