Faxi - 01.09.1990, Blaðsíða 15
SKÓLAR
Á
SUÐUR-
NESJUM
Árshátíd í Stapa árið 1971. Fimleikasýningar voru ævinlega snar þáttur i
skemmtidagskrá. Uppstillingar sem þessar voru þá oft hápunktur sýningar-
innar.
með svipuðu sniði og hafði verið
hjá þeim áður þ.e. einn kennari
annaðist meginhluta kennslunn-
ar, sem var íslenska og lesgreinar
en fagkennarar sáu um erlend
mál og stærðfræði. hegar líða tók
á skólaárið kom í Ijós að sá ótti
sem foreldrar báru í brjósti vegna
þessarar breytingar reyndist
ástæðulaus.
Eins og þegar hefur komið fram
voru grunnskólalögin samþykkt í
maí 1974 og féllu þar með úr gildi
eldri fræðslulög. I 88.grein grunn-
skólalaganna segir svo m.a.:,, Lög
þessi öðlast þegar gildi og koma
til framkvæmda svo fljótt sem að-
stæður leyfa í hverju skólahverfi
að dómi menntamálaráðuneytis-
ins , þó eigi síðar en innan 10 ára
frá gildistöku."
Þetta ákvæði grunnskólalag-
anna tókst að uppfylla hér og vel
það. Nafn skólans er í rauninni síð-
asta breytingin sem gerð var. Allt
fram til ársins 1982 starfar skólinn
undir heitinu Gagnfræðaskólinn í
Keflavík, en þá var leitað til íbúa
bæjarins um ný nöfn fyrir grunn-
skólana. Margar tillögur komu
fram og hlaut nafnið Holtaskóli
flest atkvæði, enda á sú nafngift
vel við þar sem skólinn er stað-
settur í holtunum fyrir ofan gamla
bæinn. Nokkurn tíma tók það
íbúa að venjast þessu nýja nafni
enda átti Gagnfræðaskólinn sterk
ítök í hugum margra, sem áttu
margar ljúfar minningar frá veru
sinni þar.
Margt hefur þó breyst frá fyrstu
starfsárum Gagnfræðaskólans
þegar námsval var mjög takmark-
að eins og t.d. árið 1953 þegar
drengir gátu aðeins valið annað
hvort netahnýtingu eða bókband í
handavinnu til dagsins í dag þegar
nemendur 10. bekkjar eiga val á
allt að 20 mismunandi námsgrein-
um fyrir utan fastan kjarna. Þá
geta nemendur 8. og 9. bekkjar í
dag valið sér námshraða eftir
þörfum hvers og eins.
Starfskynningar
Fyrstu heimildir um starfskynn-
ingu á vegum skólans geta þess að
þann 6. mars 1956 hafi Ólafur
Gunnarsson, sálfræðingur komið í
heimsókn í skólann og haldið er-
indi um starfsfræðslu. Sama skóla-
ár fara svo nokkrir nemendur
Gagnfræðaskólans til Reykjavíkur
á starfsfræðsludaginn. Þessir
starfsfræðsludagar í Reykjavík
urðu að árlegum viðburðum allt
til ársins 1978.
Fóru nemendur í heimsóknir í
hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir og
kynntu sér starfsemina þar og
hlýddu á erindi hinna ýmsu aðila
um starfsfræðslu.
Sökum húsnæðisþrengsla var
erfitt að koma á starfsfræðslu inn-
an veggja skólans en áfram var
haldið og veturinn ’60—'61 var sú
nýbreytni tekin upp að 1/2 mán-
aða námskeið í beitningu og með-
ferð lóða var haldið fyrir drengi í
2. bekk. Lét félag útgerðarmanna
í té ókeypis línu og húsnæði til
kennslunnar en skólinn greiddi
kennaranum laun.
Veturinn ’79—’80 var engin
formleg starfskynning hjá 9.
bekk, heldur var brugðið á það
ráð að brjóta hefðbundið skóla-
starf upp og námsgreinar sam-
þættar í einu stóru verkefni sem
var kallað „Bærinn okkar”.
Markmiðið með þessari vinnu
var að kynna nemendum atvin-
nulíf í Keflavík, þróun Keflavíkur
sem byggðarlags auk þess að örva
sjálfstæð vinnubrögð og sýna
fram á tengsl milli hinna ýmsu
námsgreina. Hefðbundin stunda-
skrá var leyst upp og nemendum
skipt í fámenna hópa og fékk hver
hópur afmarkaðan þátt til að
vinna að.
Viðfangsefnin voru m.a. at-
vinnulíf, einkum útgerð og fisk-
vinnsla, opinber þjónusta, félags-
starfsemi og félagsstörf af ýmsu
tagi, skólar og þróun skólastarfs,
gróður, mengun, veðurfar o.fl.
Þessi vinna stóð í tvær vikur og
lauk með sýningu sem varð ein
hin fjölsóttasta á Suðurnesjum um
árabil.
Þessi vinna nemenda þótti gef-
ast svo vel að næsta vetur var hún
endurtekin og var viðfangsefnið
þá „Fötlun”, — Var það valið í til-
efni af ári fatlaðra og var megin-
markmiðið að kynnast kjörum og
aðstæðum sem fatlaðir búa við
auk þess að efla sjálfstæð vinnu-
brögð og tengingu námsgreina.
Þessu samþættingarverkefni lauk
einnig með sýningu fyrir almenn-
ing og var hún vel sótt. Þess má
FRAMHALD Á BLS. 190
Á árshátíðinni 1971 réðst leikfélag skólans í það þrekvirki að setjaá svið leikritið „Happið“ eftir Pál J. Árdal. Sverrir
Jóhannsson var leikstjóri og þótti sýning takast vel. Á myndinni niá þekkja frá vinstri Drífu Sigfúsdóttur bæjarfull-
trúa, Gylfa Bergmann og Helgu Árnadóttur. Annar frá hægri er síðan Jón Ólafsson.
FAXI 179