Faxi

Volume

Faxi - 01.09.2006, Page 18

Faxi - 01.09.2006, Page 18
1 Æl JPjWKHk. * rjtÉnf **-r| • tZ. Ah ' ' ••1,'*^'' jjp? y, y *.■ * 42^1' I Samtíminn í Á samtíminn meö öllum sínum fjöldatram- leiddu hlutum erindi á byggöasöfn landsins? I þessu erindi eru rætur min jasafna skoðaðar og innra starf þeirra kannað. Árið 1862 skrifaði Sigurður Guðmundsson, menningarfrömuður og faðir Þjóðminjasafns ís- lands, hugvekju til Islendinga. Þar vakti hann at- hygli á að fágætar og verðmætar minjar hyrfu úr landi til erlendra safna og safnara auk þess sem skeytingarleysi landans hefði skaðað og jafnvel eyðilagt merkar minjar Skrif hans urðu til þess að Þjóðminjasafn íslands var stofnað árið 1863. Skjót viðbrögð yfirvalda við ákalli Sigurðar sýna hversu mikilvægar þessar minjar voru álitnar. Áratugum seinna þegar þjóðin fagnaði lýðveld- istökunni árið 1944 færði þjóðin sjálfri sér að gjöf húsnæði Þjóðminjasafns íslands við Suð- urgötu. Af sama tilefni stofnaði Ungmennafélag Keflavíkur, Byggðasafn Keflavíkur. En áform um að stotna byggðasafn hafði fylgt félaginu frá upphafi þess. Vegferð frá gullinni fortíð I hita sjálfstæðisbaráttunnar reyndist þekk- ingin á sögunni eitt sterkasta vopnið. Sagan og tungan urðu síðan homsteinar hins nýja sam- félags. I orðræðu sjálfstæðisbaráttunnar mynd- hverfðist sagan í eins konar vegferð þjóðarinnar; frá gullinni fortíð, í gegnum myrka dali, í átt til ljóssins. Minjar þessarar vegferðar verða þannig eins og vörður sem marka leiðina langt aftur í aldir. Þótt fjarlægðin sé mikil er leiðin skýr. Sag- an verður nteð þessum hætti þekktur veruleiki, byggða við vitum um hvað hún fjallar, einungis þarf að fylla í eyðurnar, en stóra myndin er komin. Þessi sterka mynd átti lfka sinn þátt í að fleyta þjóð- inni úr fátæktarfjötrum fortíðar inn í velmegun nútímans. Við sjáum að í sögunni felst mikil orka sem get- ur haft mikil áhrif. En þrátt fyrir gagnsemina þá má ekki gleyma því að hin sterka mynd er fyrst og tremst söguleg staðreynd um sjálfstæðisbar- áttuna. Við getum auðvitað skoðað margvíslega aðra þætti sögunnar sem ekki falla undir þessa mynd. Við getum endurskoðað, endurmetið og uppgötvað nýja hluti um söguna. Hvert getur hlutverk byggðasafna verið? Það eru margir sem álíta að í hugtakinu 18 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.