Borgin - 01.01.1933, Page 11
manna í þrældóm og fluttu með
sjer til norðurstrandar Afríku,
og þótt margir þeirra yrðu síð-
ar leystir út, er engum vafa
undirorpið, að ýmsir liafa orð-
ið eftir og borið beinin suður
í Alsír og Marokkó. Má því ætla,
að enn finnist þar meðal íbú-
anna nokkrir kynblendingar,
frændur vorir, afkomendur
þessara herteknu manna. Enn
má nefna dæmi frá söguöld-
inni, sem sje útflutning lands-
manna til Grænlands, eftir að
þeir böfðu fundið það fyrstir
inanna, en árangurinn af þeim
útflutningi varð skammvinnur,
svo sem kunnugt er.
Að þessu fráskildu er ekki
um neinn verulegan útflutning
að ræða af hálfu íslendinga,
fyr en eftir 1850. Saga þess út-
flutnings, er þá bófst, skal ekki
rakin lijer, enda hefur áður
mikið verið um það efni rætt
og ritað. Þó mætti miklu við
það bæta, ef bjer væri tæki-
færi til að fara ýtarlega út í
þá sálma, og ýmsir þættir út-
flutningssögunnar bafa hingað
til legið í jiagnargildi.
Árið 1851 komu hingað til
lands islenskir mormónar frá
Kaupmannaböfn og tóku að
prjedika bjer kenningar sínar.
Mormónum þessum varð eitt-
hvað ágengt. Snerust nokkrir
til fylgis við þá og fluttust
með þeim af landi burt árið
1855 og settust að í Spanish
Fork í Utab-fylki í Bandaríkj
unum, en þar voru þá aðalbæki-
stöðvar sjertrúarflokks þessa.
Árið 1857 fóru fleiri — rúm-
lega tíu — og settust allir að í
beimkynnum mormóna.
Á þetta er minst af því að
það varð byrjunin að miklum
og stöðugum fólksflutningum
til Ameríku á næstu áratugum.
Skiftust menn um þau mál
þegar í öndverðu í tvo flokka.
Lögðust sumir að vonum fast
á móti öllum útflutningi, og
töldu af því hljótast landauðn,
en engu viðunanlegra hlutskifti
þeirra, er út fluttu, í binum nýju
heimkynnum en hjer á hinu
„kalda og brjóstruga Fróni“.
Aðrir tóku málstað innflutn-
ingsagentanna amerísku og
trúðu bverju orði, sem þeir
sögðu um yfirburði Ameríku
og vellíðan manna þar. Þessir
formælendur útflutningsins
skiftust aftur í tvo flokka um
það, bvort heppilegra væri að
flytja til Norður-Ameríku eða
Suður-Ameriku. Leit í fyrstu út
fyrir að Suður-Ameríka (Brasi-
lia) ætlaði að verða blutskarp-
ari, en ekki leið á löngu áður
en allur útflutningur bjeðan af
landi beindist til Norður-Ame-
riku. Þangað fluttust margar
þúsundir manna, er liafa frá
byrjun haldið saman og haft
samband við ættjörðina, svo að
menn bjer heima bafa æfinlega
getað fylgst með bögum þeirra
og starfi. öðru máli er að gegna
með þá fáu, sem fóru suður á
9