Borgin - 01.01.1933, Síða 14

Borgin - 01.01.1933, Síða 14
son á Grimsstöðum, síðar kaup- f jelagsstjóri, þýddu kafla úr þessum útlendu ritum og ljetu prenta í blöðunum. Árangur þessarar starfsemi Einars varð sá, að fjórir Is- lendingar rjeðust til farar 1862 —’3; einn þeirra komst alla leið til Rio de Janeiro og settist þar að (sjá síðar). Hinir sneru aft- ur. Siðar fóru ýmsir fleiri. 15. janúar 1865 böfðu 150 manns látið skrá sig sem útflytjendur, og hafði Einar í Nesi lieitið að útvega farið. En skipið kom aldrei, og varð því ekki af út- flutningi í það sinnið, og ekki fyr en 1873, að 113 manns ætl- uðu til Brasilíu. Þangað fóru þó ekki nema 20—30; hinir fóru til Kanada og Bandarikj- anna. Eftir það tók alveg fyrir útflutning til Brasilíu, og munu alls hafa flust þangað einir 40— 50 íslendingar í mesta lagi. Ekki vantaði þó, að alt legð- ist á eitt til að hvetja menn til að fara. Fjöldi fólks hjer á landi hafði hjer ekkert við að vera nema basl og bágindi, og gátu kjör þess aldrei orðið verri í Ameriku að öllu sjálf- ráðu, livernig sem ylti. En auk bess bárust nú fljótt þær fregn- ir af útfluttum mönnum, að þeir yndu yfirleitt vel liag sín- um og segðu miklar sögur og gölsku. Svo kynti hann sjer vola- piik, er það var á dagskrá, og seinna esperanto. góðar af landkostum þar syðra. Ennfremur var þeim, sem út vildu flytja, boðið ókeypis far og ýms önnur hlunnindi af stjórninni í Brasilíu, og menn vcru fengnir til að taka á móti þeim strax í Kaupmannahöfn cg greiða götu þeirra. Þannig var Magnús rithöfundur Eiríks- son leiðheinandi útflytjenda i Höfn fram til 1873, en þá tók Jón Sveinsson við. Þrátt fyrir að með þessu væri hrundið úr vegi versta þröskuldinum, erfiði og kostn- aði ferðalagsins, og þrátt fyrir að flestir Islendingar, búsettir i Brasilíu, lyki upp einum munni um það, hve mörgum sinnum betra væri að lifa þar en á Is- 1 ndi, og blátt áfram eggjuðu menn á að flytjast þangað í stórum stil, þá varð ekkert úr meiri útflutningi, þótt margur hefði á orði, að sig fýsti farar- innar. Þegar á átti að herða, gáfust allir upp, þótti ekki á- rennilegt að leggja út í stórræð- in, ef nokkur áhætta var þeim samfara. Og svo gat almenn- ingur fyrir fáfræði sakir aldrei gert sjer ljósa grein fyrir því, hvað mundi taka við fyrir ut- an „pollinn“ og tortrygði allar sögusagnir, sem ekki samrýmd- ust úreltum hleypidómum ís- lenskrar alþýðu. En það lágu fleiri orsakir til þess, að útflutningurinn til Brasilíu stöðvaðist þegar í byrj- un. Hjer á landi var harðsnúinn 12

x

Borgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.