Borgin - 01.01.1933, Blaðsíða 15
flokkur manna eindregið á móti
öllum fólksflutningum til ann-
ara landa, og raddir frá honum
ljetu til sin lieyra opinberlega,
þar sem útþrá og sjálfsbjarg-
arviðleitni útflytjendanna er
kölluð „meðfæddur órói og
flakkaranáttúra“. Og þegar aðrir
eins menn og Benedikt Gröndal
sendu frá sjer aðvörunarorð í
nafni föðurlandsástar, var ekki
nema eðlilegt að margir yrðu
afhuga öllu ferðalagi.
önnur meginorsökin var, að
laust eftir 1870 fjelck Brasilia
skæðan keppinaut, þar sem voru
Bandaríkin og Kanada. Hefur
áður verið minst á þá fyrstu,
sem fóru hjeðan af landi til þess
hluta Vesturheims. Það voru að-
eins fáeinar hræður. En nú
komu fjölmargir útsendarar og
„agentar“ frá Ameriku og prje-
dikuðu nýjan boðskap fyrir
landsmönnum. I þeirra augum
var Brasilia ekki Ameríka, held-
ur skrælingjaland álika og
Kongó eða Patagónía, einhvers-
slaðar langt fyrir sunnan alla
menningu; Ameríka sjálf, þ. e.
Bandaríkin og Kanada, væri
hinsvegar einskonar „E1 Dor-
ado“, þar sem ekkert þyrfti fyr-
iv lífinu að liafa og allir gætu
orðið miljónamæringar. Við
hliðina á slíkri paradís varð líl-
ið úr íslandi og framtíðarmögu-
leikum þess, að þeirra dómi.
Auðvitað var margt satt í því,
sem þeir sögðu, en brosleg virð-
ast manni nú ummæli eins og
þessi, sem einn „agentinn‘ ljet
frá sjer fara í einni auglýsinga-
greininni sinni:
„I Ameríku er meira mann-
frelsi, jafnrjetti, mentun og
auðsæld en í nokkru öðru landi
.... en ísland er eitt af hinum
aumustu, ef ekki aumast allra
þeira landa, sem siðaðir menn
l>yggja“. (Fróði I, hls. 261).
1 lið með þessum amerísku
sendimönnum slógust ýmsir
málsmetandi menn íslenskir,
ekki jafnan af þvi, að þeir væru
ineðmæltir útflutningi, heldur
þótti þeim af tvennu illu miklu
meira glapræði að stofna til
Brasilíuferða. Meðal þeirra
manna var Eirikur meistari
Magnússon í Cambridge, sem að
sjálfsögðu dró taum enskumæl-
andi landa og enskrar menning-
ar gagnvart hinum portugalska
„skríl“ í Brasilíu. Ritaði hann
grein i Þjóðólf (25. ár), þar
sem han rjeðist með offorsi
miklu á fyrirhugaða Brasilíu-
för nokkurra Islendinga, telur
það svipað fyrirhyggjuleysi og
að gana út í opinn dauðann, og
færir máli sínu til sönnunar
nokkur átakanleg dæmi, auðsjá-
anlega færð í stilinn „ad hoc“
af livatamönnum innflutnings-
ins til Bandaríkjanna. Vill hann
hreint og beint, eins og liann
kemst að orði, að yfirvöldin
„hanni mönnum þessa för með
liarðri hendi. Slíkt er öldungis
nauðsynlegt, ef þessir Brasilíu-
farar ekki liafa það vit fyrir
13