Borgin - 01.01.1933, Page 30

Borgin - 01.01.1933, Page 30
Sálfræði símans Vissulega er síminn undursam- leg uppgötvun, þó leitun sje að þeim hlut, sem ergi mann meira. En Iivernig sem hann leikur á okkur þá myndum við ekki vilja án lians vera og það veit siminn sjálfur og þessvegna er hann svona rólegur og öruggur með sig. Allan daginn liggur þetta dýr fram á lappir sínar á skrifborðinu, gljáandi og strok- ið, og æmtir hvorki nje skræmt- ir. Við verðum ekki símans vör fremur en hann væri ekki til. Hann læst vera dauður! En ekki höfum við fyr lagt okkur upp i legubekkinn til að njóta augna- hliks værðar eftir miðdegisverð- inn, en að maður ])ýtur upp með andfælum við það að sím- inn hringir, og hann hringir án afláts og linnir ckki látum fyr en maður hefir rifið sig upp, þotið að skrifborðinu, þrifið heyrnartólið og orgað upp nafn sitt, atvinnu og heimilisfang. Og ]iað eina, sem við heyrum er illúðleg upphrópun um „vitlaust númer“. Það er enginn lifandi maður, sem vill tala aukatekið orð við okkur! Við leggjum frá okkur heyrn- artólið hamstola af bræði, því við vitum, að þetta gerir síminn beinlinis til að ergja okkur. Og þessvegna segi jeg ])að, að leitt er til þess að vita, að enginn skuli liafa tekið sjer fyrir hend- ur að skrifa sálfræði símans. (Það hefir einhverntíma komið fylgirit með Árbók Háskólans um ómerkilegra efni). Þessi sál- arfræði ætti að geta skýrt fyrir okkur Iive óskaplega siminu hlær innvortis yfir því að hafa liaft okkur að ginningarfífli. Og að síminn hafi gaman af að draga dár að okkur, það efast enginn um, sem reynt hefir hvað það er að biða eftir hringingu. Þá stendur síminn framan í okkur, skínandi og pattaralegur, — það er stundum eins og hann gjóti hróðugur hornauga til manns -—. Og maður horfir til lians, fullur eftirvæntingar og auðmýktar, með biðjandi, eftir- væntingarfullu augnaráði. En hann lætur ekki á sjer bæra. Það er eins og hann hafi brjál- semiskenda ánægju af að draga okkur á langinn. Hann veit auð- vitað að við verðum að vcra farin innan ákveðinnar slundar og þangað til bíður hann! En licgar við svo getum ekki hiðið lengur, erum farin í yfirhöfnina, höfum lokað hurðinni eftir okk- m og hlaupið niður tröp])urn- ar og alla leið út á götu, —- þvi við erum að verða of sein — þá hringir hann. Við liöfum máske skilið gluggann eftir op- inn og nú berst hávaðinn frá simanum út til okkar. — Við könnumst strax við þennaii há- vaða, við þekkjum rödd simans ikkar, — það er hringingin, 28

x

Borgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.