Borgin - 01.01.1933, Síða 35
eru mannháir skápar með rennilokum, eru sumir opnir, aðrir lokaðir.
Fyrir ofan skápana er stór mynd af Jóni Sigurðssyni og nokkrar smærri
myndir, af Reykjavik um aldamótin. Á miðju gólfi eru tvö skrifborð og
snúa bökum saman, á borðunum simar, lampar o. s. frv. í herberginu eru
þrir skrifborðsstólar auk tveggja mjög þægilegra hægindastóla, leðurfóðr-
aðra.
Annie situr við ritvjelarborðið, vjelritar.
í. og 2. blaðamaður sitja sitt hvoru megin við skrifborðið.
1. BLAÐAM.: Er farþegalistian frá Stórafoss kominn?
2. BLAÐAM.: Hjern’ er ’ann.
1. BLAÐAM. (les handritið): E/s Stórifoss fór lijeðan áleiðis til
llamhorgar í gærkveldi á miðnætti — hm, altsvo í kveld — með
fullfermi af kældu kjöti. Meðal farþega voru Sigurður Svemsson
kaupmaður —
2. BLAÐM.: Sverrisson?
1. BLAÐAM.: Já.
2. BLAÐAM.: Þeir liafa sett Sveinsson. (Leiðrjettir).
1. BLAÐAM.: (heldur áfram að lesa): Sigurður Sverrisson —
Nikulás Ólafsson kaupmaður, Sólveig Einarsdóttir ungfrú, Jón
Jónsson f. útvegsbóndi og Árni Helgason blaðamaður--------
2. BLAÐAM.: Svinið!
1. BLAÐAM.: Ha?
2. BLAÐAM.: Jeg sagði svínið ’an Árni, sem altaf er svona stál-
lieppinn. Jeg vildi að ritstjórinn liefði sent mig.
1. BLAÐAM.: Hann hefir sennilega ekki mátt missa þig frá próf-
arkalestrinum.
ANNIE (án þess að snúa sjer við): Er pylsa skrifað með ypsilon ?
1. BLAÐAM.: Pylsa?
ANNIE (les handrit, sem liún er að hreinrita): Þjer hafið skrit'-
að: Sýningargluggarnir eru stórir og uppljómaðir og er það uý.i-
ung, að vatn er látið renna niður rúðuna að innanverðu til að
kæla sýningarvarninginn og varna flugum að setjast á rúðurnar,
en innan við þær lianga htprúð kjötlæri og smekklegar festar al
pylsum —
2. BLAÐAM.: Kjötlæri og pylsur! (Hlær).
1. BLAÐAM. (ergilegur): Það er greinin um nýju kjötbúðina.
(Við Annie): Þjer getið liklega sjeð hvað jeg liefi skrifað?
ANNIE: Það er ólæsilegt.
1. BLAÐAM.: Pylsur. Það er skrifað með I.
ANNIE: Jeg set þá E.
1. BLAÐAM.: Nei I — lokað I —. Hvar vorum við?
33