Borgin - 01.01.1933, Page 43
ÁRNI (stendur upp): Aðstoðarstúlkan var rjett í þessu að skrifa
grein, sem snertir yður-----hvar er hún — hjerna.
SIG.: Grein um mig?
ÁRNI: Jeg hjelt að þjer vilduð sjá hana áður en þjer færuð
af landi hurt. (Rjettir).
SIG. (tekur við): Hvað getur það verið? (Les). Og hver hefur sett
þennan þvætting saman?
ÁRNI: Jeg hefi kynt mjer kaup og sölu verðhrjefa að undan-
förnu — jeg hefi meira að segja keypt hluti í fjelögum yðar.
SIG.: Og þjer vitið væntanlega, hvaða afleiðingar þetta hefur
fyrir yður?
ÁRNI: Jeg var gætinn, jeg keypti fyrir lægsta verð — 11V2%•
SIG.: Enga ósvifni. — Þjer vitið hvaða afleiðingar það hefur
fyrir yður, ef þetta (slær handarbakinu á greinina á borðinu) fer
í hlaðið ?
ÁRNI: Vjelritunarstúlkan spurði um það sama: Annarhvor okk-
ar fer í steininn.
SIG. (eftir drylddanga þögn). Og þjer viljið vinna það til?
ÁRNI (aftur drykklöng þögn): Og þjer?
SIG.: Greinin fer ekki í blaðið á morgun!
ÁRNI: Getið þjer bannað það?
SIG.: Jeg tala við ritstjórann.
ÁRNI: Við ritstjórann! Segið mjer, Sigurður Sverrisson, hvernig
er aðstaða yðar til okkar, pólitískt skoðað? Haldið þjer að við sje-
um ekki minnugir á ýmsa smágreiða, sem þjer liafið gert núver-
andi landstjórn?
SIG. (Rítur á vörina. Virðir Árna fyrir sjer): Getið þjer aftur-
kallað greinina?
ÁRNI: Jeg veit ekki — þetta er stórfregn — jeg hefi liana á
valdi mínu sem stendur — einhver annar kann að handsama hana
— sje henni lileypt út á meðal fólks, kollvarpar liún yður — verði
annað blað á undan, er jeg búinn að vera.
SIG.: Þjer missið stöðuna?
ÁRNI: Nei. Ef til vill ekki. En jeg missi traustið á sjálfum mjer
sem blaðamanni!
SIG. (lyftir öxlum): Vitleysa! — (Fljótt): Hvers virði er yður
þetta traust, sein þjer talið um?
ÁRNI: Hvers virði er yður traust almennings á þessum fjelögum
yðar?
SIG.: (sest): Getum við eklci fundið einhvern grundvöll til að
semja á, — segjum að greinin komi ekki í blaðinu — fyrst um sinn.
11