Borgin - 01.01.1933, Side 45

Borgin - 01.01.1933, Side 45
um um. (Ritstj. er fremur lágnr vexti, þjettur á velli, skeggjaður, grár fvrir liærum, skeggið þó mjög lítið Iiæruskotið, niðurandlitið alt þróttmikið, en rósemi og jafnvægi yfir hrá og enni. Hvelfdar, loðnar augabrýr skýla augunum, sem ýmist reyka eirðarlaust frá einum hlut til annars eða stara hvast). — Það er altaf best að fela sig þar sem mest er birtan. ÁRNI (sest gagnvart honum, bíður). RIT.: Þjer þekkið lántökumál stjórnarinnar? — Dagblaðið hefur frá því i sumar verið að klyfa á þessum árangurslausu lántökutil- raunum. Það þýðir ekki að neita þvi, — við höfum gert okkur lilægilega í augum alls þorra lesenda með þessum eilífu getsökum um stjórnina. Stjórnarblöðin hafa þagað — steinþagað . Það átti vist að heita að þau þegðu af klókindum, en þessi dæmalausa þögn vakti grun minn. Hversvegna rjeðust þau ekki á okkur í einni fylkingu? Gerðu okkur hlægilega? Ekkert var liægara. Peninga- markaðurinn er opinn, hvað er eðlilegra en að leita vel fyrir sjer áður en lán er tekið, slórl lán? Stjórnin þurfti aldrei að draga lánið inn í pólitikina með þessari þögn hún gat látið blöð sín hirta ýtarlegar frjettir af peningamarkaði i Kaupmannahöfn, Ham- borg, London og Ncw York, gat talað um lánshorfur annara landa á þessum stöðum, sýnt allan ganginn i taflinu og beðið með drotn- ingarleikinn þangað til siðasl. Hún tók hinn kostinn: Að þegja. Af hverju? ÁRNI (kærir sig kollóttan um pólitik): Hún hefir þurft að leyna einhverju. RIT.: Þögnin leynir engu. Eyru andstæðinganna cru aldrei næm- ari en þegar hljóð cr í salnum. Þá fyrst sperra þoir eyrun fyrir al- vöru. Upphæðinni var ómögulegt að leyna til lengdar — snemma í snmar flaug fiskisagan----- ÁRNI (grípur fram i, fvlgst nú með): .íá, 200 milljónir voru nefndar, jafnvel meira og ekkert var borið til baka. RIT.: Jeg veit með vissu, að uppliæðin cr ekki undir 150 milljón- um eða helmingi liærri en allar ríkisskuldir samanlagðar og fjór- um sinnum hærri en árstekjur rikisins. Það kemur ekki málinu við að svo stöddu til hvers stjórnin ætlar að verja þessu risaláni, hvort hún ætlar að borga eldri skuldir og hrinda i framkvæmd lögum frá síðasta þingi, eða hvort hún ætlar að leggja Kaldadals-sporbraut- ina frá Þingvöllum. Það sem skiftir máli eins og sakir standa eru lánskjörin. Og það eru þau, sem þjer eigið að komast fyrir um. ÁRNI (ákafur): Já, já — hvernig? Rit.: Aðferðinni ráðið þjer sjálfur. 43

x

Borgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.