Borgin - 01.01.1933, Page 47

Borgin - 01.01.1933, Page 47
RIT.: (þurlega): Það er yðar verk að komast að því. Það er sömu- leiðis yðar verk, að komast að því, livort undanþágulögin i'rá land- helgislöggjöfinni, sem samþykt voru á síðasta þingi, standi í sam- handi við þessa lántölcu. ÁRNI: Og hvert er ferðinni heitið? RIT.: Erindrelci stjórnarinnar ræður ferðinni. Nafn mannsins sendið þjer mjer frá skipinu i dularslceyti. Fyrsti codi. Lántökuskil- yrðin loftleyðis á sama hátt frá Þórshöfn í Færeyjum, eða Ham- borg ef ekki vill betur til. — Síðan er best að þjer hverfið — með- an verstu ólguna í stjórnmálaherbúðunum er að lægja. Þjer farið til Parísar eða Ítalíu. Getið sent mjer pistla þaðan. Og komið svo lieim þegar stjórnin er fallin. — ÁRNI: Gott. Jeg er til. ANNIE (inn, með tvær töskur): Jeg er búin að láta niður ritvjel- ina yðar, pappírinn og það sem þjer báðuð um. ÁRNI: Takk fyrir, Annie — (lítur á hana). RIT. (stendur upp): Og svo góðci ferð. ÁRNI: Farþegalistinn — hvar er farþegalistinn ? (rótar á borð- inu, finnur hann, rennir fljótt augum yfir liann, ýtir honum yfir til rit.). Sólveig Einarsdóttir ungfrú. Þekkið þjer liana? RIT. (athugar listann): Iíenslukona frá Alcureyri. Liðlega fertug. ÁRNI (hlær): Engin önnur á listanum. ANNIE (nær) :Á jeg að láta töskurnar hjerna? ÁRNI: Augnablik, Annie — (Við rit). Við verðum að breyta list- anum. (Lítur á A.). RIT.: (horfir á þau til skiftis, þurlega um leið og hann fer) : Sama er mjer. ÁRNI: Látið þjer töslcurnar þarna á borðið. (Hún gerir það). (Hann stendur upp, leygir úr sjer). Og nú er jeg að fara, Annie. Hvernig lialdið þjer að það verði, þegar jeg er farinn? ANNIE: Jeg veit ekki------- ÁRNI: Á jeg að segja yður eitt, Annie —- það er í fyrsta skifti í kveld að jeg tek eftir því, að þjer eruð fullorðin kona! ANNIE: O — þjer eruð að gera að gamni yðar! ÁRNI: Nei — það er bláköld alvara. Og jeg skal segja yður fleira. -----Jeg ætlaði að fara að segja yður það áðan--------í kveld hefi jeg náð í stærstu og áhrifamestu stórfregnina i lífi mínu — framtið mín er undir henni komin — — viljið þjer hjálpa mjer? ANNIE (misskilur hann alveg): 0, Árni. ÁRNI: Við tvö — (hlær) jeg og Annie, Annie og jeg — leggjum af stað út í heim í mikla — mikla æfintýraför. 15

x

Borgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.