Borgin - 01.01.1933, Page 53

Borgin - 01.01.1933, Page 53
y. mamma“ hafði lagl lausa rækt við okkur, fósturbörnin sín, en „Uncle Sam“ tekið okkur í fóstur um stundarsakir í gust- ukaskyni. Af þeirri fósturráð- stöfun hlaust það, að „Lagar- foss“ var ferðbúinn og átti að sigla til New York borgar og sækja þangað nauðsynjar vor- ar, svo sem hveiti, barnaleik- föng og „gotterí“. Forsjónin hafði hagað því þannig, að með skipinu tóku sjer far þrír sendiherrar. Aðalsendi- lierrann var Jón Sívertsen fyr- ir hönd landstjórnarinnar, Gísli Ólafsson fyrir hönd landsímans og jeg sjálfur fyrir hönd lands- eftirhermuklúbhsins og á hans ábyrgð, enda var jeg þá helsti og einasti meðlimur lians, og svo miklum störfum hlaðinn, að burtfarartími skipsins hafði gjörsamlega fallið úr minni mínu. En af sjerstakri heppni um morguninn, meðan jeg var að sötra í mig morgunkaffið með Morgunblaðinu, og um leið og jeg var að bíta skottið af þriðju kleinunni, var mjer litið í bæjarfrjettirnar og sá jeg þar að Lagarfoss átti að leggja af stað í Vínlandsför sína þá um morguninn kl. 10. Þá dró nú fyrst gamanið af Bjarna Björns- syni, því klukkuna vantaði ná- lcvæmlega 10 mínútur í 10! Jeg snara mjer í buxurnar og smeigi mjer í stígN'jelin, vestið, jakkann og kápuna, rusla soldc- um og nærfötum ásamt flibb- um og öðru dóti ofan í hand- tösku, gríp hattinn og hand- töskuna og lileyp sem fætur toga. Kunningi minn hrópar til min á Vesturgötunni og spyr mig hvert jeg sje að fara. „A—A— A“, segi jeg lafmóður. „Nú, Akranes“, segir hann. ()g heyri jeg hann kalla á eftir mjer: „Góða ferð!“ Jeg linni ekki hlaupunum fyrri en niður á hryggju. Þá hafði skipið ljett akkerum, en afturendi þess þó svo skamt frá hryggjunni, að mjer tókst að grýta l)æði tösk- unni og sjálfum mjer um horð; þá fyrst hafði jeg tima til að hlæja. Jeg hið jómfrúna að vísa mjer á svefnklefann og fer jeg þá að dubba mig upp og laga til dót- ið i liandtöskunni, verð jeg þá, mjer til stórrar gremju, þess var að jeg hafði í fátinu gleymt axlaböndunum mínum. Jeg leita i töskunni og finn þar hæði bakkadúkinn og hálfu kleinuna en engin axlahönd. Þá mundi jeg alt í einu eftir þvi, að Am- críkumenn nota aldrei axlabönd, og með því áformi, að jeg myndi hráðum verða Ameríkani, sætti jeg mig við það er orðið var. Væri fróðlegt að vita hversu margir íslendingar hafa komist axlabandalausir alla leið til Am- eriku. Þegar jeg var húinn að dubba mig upp, var mjer gengið inn í reykingarsalinn og voru þá hinir sendiherrarnir þar fyr- ir og byrjaðir að drekka hurt- 51

x

Borgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgin
https://timarit.is/publication/691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.