Morgunn - 01.12.1968, Qupperneq 6
84
MORGUNN
ræn og hugræn fyrirbrigði. Morgunn hefur síðan flutt les-
endum sínum greinar um starf þessara erlendu miðla. Inn-
lendir miðlar hafa verið í þjónustu félagsins um lengri eða
skemmri tíma. Og jafnan hefur verið reynt að tryggja
fundagestum sem bezt, að miðillinn hefði ekki vitneskju
um það fyrirfram, hverjir sætu fund hverju sinni.
Þetta taldi Einar H. Kvaran sjálfsagða varúðarráðstöfun.
Honum var það kunnugt, út í hverjar ógöngur sumir erlend-
ir miðlar hafa lent, er þeir tóku miðilsstarf sitt algeriega í
eigin hendur og vildu ráða aðstæðum og tilhögun fundanna
sjálfir.
Fræðslan um málefni féiagsins hefur náð til flestra með
tímaritinu Morgni. 1 49 ár hefur hann flutt óhemjumikið
efni lesendum sínum, bæði innlent og erlent. Hefur jafnan
verið leitazt við að sækja erlenda efnið í beztu heimildir,
sem völ var á hverju sinni. Að sjálfsögðu hefur ábyrgð rit-
stjóranna ekki náð lengra en svo, að vanda val heimildanna
eins og kostur var á. Höfundar, sem þýtt hefur verið eftir,
bera vitanlega ábyrgð á því, sem þeir skrifa. Frá viður-
kenndum höfundum taka þýðendur efni „í góðri trú“.
Það varð félaginu og málefni þess hér á landi tjón, sem
enginn gat bætt því, að varaforseti félagsins frá byrjun,
prófessor Haraldur Níelsson, andaðist eftir að félagið hafði
starfað tæpan áratug. Sakir þess óvenjulega álits, sem hann
naut um þvert og endilangt landið fyrir dærdóm og kenni-
mannsstarf, hafði hann unnið málefninu meira gagn en
nokkur annar ásamt Einari H. Kvaran. En Kvarans naut fé-
lagið annan áratug til viðbótar og var hann forseti þess til
æviloka. Þar sem vitsmunir hans og gætni héldu í tauminn,
var málinu borgið. Þó var það vitanlegt, að nokkur hópur
spíritista voru engan veginn ánægðir með forystu Einars H.
Kvarans fyrir málinu. Þessu fólki þótti hann fara sér of
hægt til þess að leiða málið inn á svokallaðar „æðri leiðir“,
og flytja starfið á svokallað „hærra plan“.