Morgunn - 01.12.1968, Qupperneq 7
MORGUNN 85
Nokkurra annarra þeirra, sem mest störfuðu fyrir S.R.
F. 1. á liðnum fimmtíu árum, langar mig að minnast.
Séra Kristinn Danielsson veitti félaginu forstöðu fyrsta
árið eftir andlát Einars H. Kvarans. Fram í háa elli heigaði
séra Kristinn félaginu mikið og dýrmætt starf. Fram á tí-
ræðisaldur var hann brennandi í andanum, sífellt reiðubú-
inn til að tala og skrifa, síhvetjandi aðra til að vinna gagn
því málefni, sem honum var tvímælalaust „mikilvægasta
málið i heimi“. Hann átti það til að verða óþolinmóður við
þá, sem hann taldi skylt að vita meira um málið en þeir
vissu. En það lá honum í svo miklu rúmi að menn hlytu af
spíritismanum þá blessun, sem hann taldi sjálfan sig hafa
hlotið.
Prófessor Þóröur Sveinsson geðveikralœknir varð vara-
forseti félagsins eftir séra Harald. Hann varð snemma einn
mesti áhugamaður um útbreiðslu spíritismans. Er elztu fé-
íagsmönnum lifandi í minni starf Þórðar Sveinssonar, eink-
um hinar leiftrandi skemmtilegu ræður, sem hann flutti þá
á félagsfundum. Hann talaði að jafnaði blaðaiaust, svo að
alltof lítið var unnt að prenta eftir hann. Hann sótti ævin-
lega félagsfundi, unz hann þraut heilsu til að sitja og sækja
mannfundi. En fram á síðasta dag var hann óþreytandi
stríðsmaður spíritismans. Eftir að hann var ekki lengur
ferðafær, notaði hann mikið símann. Og með óteljandi sím-
fölum leitaðist hann við að fræða menn um sálarrann-
soknamálið, vekja áhuga manna og andmæla því, sem hann
taldi af vanþekkingu hugsað og sagt. Þórður Sveinsson var
gæddur leiftrandi samtalshæfileika.
Sveinn Sigurösson ritstjóri flutti ágæt erindi á fyrstu
starfsárum félagsins, og hann vann málinu mikið gagn með
að kynnna málið árum saman í tímariti sínu, Eimreið-
inni__
Páll Einarsson, fyrrverandi borgarstjóri og hæstaréttar-
áómari, var um alllangt skeið í stjórn félagsins, ritari þess
arum saman og samdi mjög ýtarlegar og skemmtiiegar
fundagerðir. Hann flutti fi’æðsluerindi á fundum félagsins