Morgunn - 01.12.1968, Page 8
86
MORGUNN
og sagði frá bókum, sem hann hafði lesið. Hann hafði meiri
áhuga fyrir heimspekilegri hlið spíritismans en sjálfum fyr-
irbrigðunum. Þau þekkti hann samt vel og hafði setið marga
fundi með Indriða Indriðasyni á vegum Tilraunafélagsins.
Mag. Jakob Jóh. Smári, skáld, var ritari á undan Páli Ein-
arssyni. Með penna sínum og áhrifum sem þjóðkunnur rit-
höfundur vann hann lengi starf, sem félagið stendur við
hann í mikilli þakkarskuld fyrir. Hann lifir nú hér í heimi
einn þeirra sárafáu, sem hafa fylgzt með S.R.F.l. og unnið
fyrir það frá byrjun.
Einar loftsson kennari var til æviloka óþreytandi liðs-
maður félagsins. Eru þeir fáir, sem flutt hafa fleiri fræðslu-
erindi á félagsfundum en hann. Hann var ágætlega að sér í
bókmenntum sálarrannsóknamanna í enskumælandi heimi
og var sífellt að miðla félagsfólkinu af þeirri þekkingu sinni.
Hann átti auk þess samstarf með miðlum á vegum félags-
ins lengi.
Isleifi Jónssyni, gjaldkera, má ekki gleyma. Mörg erindi
hans eru prentuð í Morgni og með sáirænum gáfum, sem
hann var gæddur, vann hann mörgum gagn. Einkum leitaði
margt sorgbitið fólk, er orðið hafði fyrir ástvinamissi, hans.
Hann var í stjórn félagsins um langt árabil til æviloka og
naut mikilla vinsælda og trausts, fórnfús maður og áhuga-
maður mikill um málefni S.R.F.I.
Af þeim, sem í félaginu störfuðu á forsetaárum þess, er
þetta ritar, vann naumast annar maður meira starf fyrir fé-
lagið en Eggert P. Briem, skrifstofustjóri. Hann og Gunnar
E. Kvaran hafa annazt f jármál félagsins allra manna lengst.
Og á fyrri árum flutti Eggert P. Briem merkileg fræðslu-
erindi og vönduð.
Þegar rif juð eru upp fyrri ár, ætti ekki að gleymast nafn
frú Soffíu Haráldsctúttur. Hún hafði verið stjórnarmeðlimur
í mörg ár og gegnt ritarastörfum, er hún andaðist, öllu fé-
lagsfólki harmdauði. Frú Soffia var einstaklega mikilhæf
kona, að mörgu lík föður sínum, prófessor Haraldi Níeis-
syni. Hún bjó yfir þekkingu og hún hafði eldlegan áhuga og