Morgunn - 01.12.1968, Page 9
MORGUNN
87
góða aðstöðu til að vinna gagn því málefni sem faðir henn-
ar, er hún dáði mikið, hafði gerzt annar frumkvöðull að hér
á landi.
Frú Gíslína Kvaran sat aldrei í st.jórn S.R.F.I., en við fáa
stendur félagið i meiri þakkarskuld en hana. Hún stóð fag-
urlega við hlið síns mikilhæfa manns, og áratugum saman
gerði hún heimili sitt og þeirra hjóna að samkomustað fyrir
ókunnugt fólk. Hún dró aldrei af því, sem frekast var á
hennar valdi að vinna fyrir S,R.F.I. Hún var greind kona
og talaði af þekkingu og dómgreind um sálari’annsóknamál-
ið, sannfærð um mikilvægi þess og sannanagildi margra
fyrirbrigða fyrir framhaldslífi.
Að sjálfsögðu væri margra annarra að minnast. En þessi
nöfn koma fyrst i hugann, þegar ég minnist þeirra, sem ég
átti samleið með og samstarf.
Miðlar hafa verið allmargir í þjónustu félagsins um
lengri eða skemmri tíma á liðnum fimmtíu árum. Eftir að
Indriða Indriðasonar missti við var auðvitað ógerlegt að
fylla sæti hans, og varð raunar aldrei fyllt. Á fyrstu starfs-
árum S.R.F.I. var reynt að æfa fólk með miðilsgáfur, örfa
hæfileika þess og gefa félagsfólki nokkurn kost á að sitja til-
naunafundi.
bannig vann Andrés Böðvarsson um skeið á vegum fé-
]agsins, en heilsa hans var mjög þrotin, er fundum þeirra
har saman, Einars H. Kvarans og hans. Þá vann Björg Haf-
stein nokkurt miðilsstarf á vegum félagsins, en lsleifur
Jónsson, gjaldkeri, þó miklu fremur.
Miðilsstarf Hafsteins Björnssonar á vegum féiagsins varð
^oeira en annarra miðla. En það er fólki enn svo kunnugt af
eigin reynd, að um það þarf ekki að fara fleiri orðum. Til
hans hefur meiri fjöldi fólks sótt athyglisverð sönnunar-
gögn en til nokkurs annars innlends miðils.
Merkiiegt miðilsstarf vann fyrir félagið um margra ára
skeið frú Guðrún Guðmundsdóttir, og f jöldi fólks ieitaði til