Morgunn


Morgunn - 01.12.1968, Side 10

Morgunn - 01.12.1968, Side 10
88 MORGUNN hennar á heimili hennar. Hún var transmiðill og gædd mik- illi skyggnigáfu, sem margir dáðust að. Samstarf með henni á vegum félagsins var einstaklega ánægjulegt. Hún var greindarkona og gagnrýnin á sína eigin reynslu og grand- vör í miðilsstarfi. En margt var í sálrænni reynslu hennar ákaflega athyglisvert og hefði verið merkilegt rannsóknar- efni, ef tök hefðu verið á. Ég sat með henni marga tilrauna- fundi og mér finnst margt það, sem fram kom hjá henni í miðilsdái, vera girnilegra rannsóknarefni en ég hef kynnzt hjá öðrum miðlum flestum. Erlendir miðlar hafa alloft verið gestir S.R.F.l. Mun brezki miðillinn Vout Peters hafa verið þeirra fyrstur ann- ar en Einer Nielsen, sem var þrívegis gestur félagsins. Mik- ill fjöldi fólks fékk tækifæri til að sitja fundi með honum. Um þá hafa verið birtar allítarlegar skýrslur í Morgni og þó ekki nándar nærri fullsagt frá þeim furðum, sem gerðust á fundum hans. Þá kom hingað tvívegis til starfa hjá félaginu skozki mið- illinn frú Jean Thompson. Tel ég engan erlendra miðla, sem hingað hafa komið, hafa haft aðra eins hæfileika og hún til að koma fram með sönnunargögn fyrir framhaldslífi. Vöktu að vonum mikla athygli fundir hennar, einkum er hún kom hingað fyrst, öllum ókunnug, og hafði aldrei séð Islending svo að hún vissi til annan en forseta S.R.F.I., er hann hitti hana í London og réð hana til starfa hjá félaginu. Mikil vandhæfni er á að fá hingað erlenda miðla, sem fullt gagn er að. Málið er þar mikill Þrándur í Götu. Þó er að- staða erlends miðils að einu leyti betri en innlends. Þeir, sem leita til miðils sannana fyrir því að látinn lifi, hafa miklu meiri möguleika til að fá sönnunargögn hjá miðlin- um, sem er flestum hér ókunnugur með öllu, en hjá innlend- um miðli, sem e.t.v. þekkir flesta þá, sem hann er að vinna fyrir í transi eða skyggniástandi. Þá getur oft orðið erfitt að taka ábyrgð á því, að miðillinn hafi ekki sjálfur áður haft vitneskju um það, sem fram af vörum hans fer í transinum. Brezka Sálarrannsóknaféiagið, sem enn er hið merkasta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.