Morgunn - 01.12.1968, Síða 20
Páll Þorleijsson:
Prófessor Haraldur Níelsson
Aldarminning
☆
Eins og kunnugt er fór háskólakennslan fram í Alþingis-
húsinu um langt árabil. I-Iið mikla anddyri þessa fræga húss
var jafnframt forstofa að kennsludeildum skólans, og var
þar því oft nokkur örtröð, eins og að líkum lætur. Annars
gafst sambýlið um margt furðu vel, ýmsir stúdentar unnu
jafnframt við þingskriftir og þá skammt að fara og ein-
hverjir kennarar sátu alla jafna á þingi og þá hæg heima-
tök. Auk þess gat verið skemmtilegt við og við að skreppa
upp á þingpalla og líta yfir salina. Mátti þar sjá ýmsa kunna
héraðshöfðingja í sætum og ef vel var, einhvern snjallan
ræðumann í stóli. Var yfir þingi á þeim árum þekkilegur
blær, fuiltrúar yfirleitt sendir úr sínum heimabyggðum,
eins og til forna, og margir þeirra vitrir menn og góðgjarn-
ir. Var því sizt hægt að segja, að þessi sögufræga stofnun
hefði slævandi áhrif á siðferði uppvaxandi menntamanna.
En háskólanum var óneitanlega nokkuð þröngur stakkur
skorinn við nábýlið, þó yfir honum væri um margt þegar
nokkur reisn, sem ekki gleymdist. Hann var um margt arf-
taki gömlu embættismannaskólanna, en nú ákveðnari sókn
hafin til vísindalegra náms. Kennaralið þessara fi’umbýl-
ingsára var hið mesta mannvai. Var það mikils virði fyrir
svo unga stofnun og lítt mótaða.
Eins þessara frumherja, prófessors Haraldar Níelssonar,
verður hér lítillega minnzt, en í ár er öld liðin frá fæðingu
hans.
Sr. Haraldur var fæddur að Grimsstöðum á Mýrum 30.
nóvember 1868. Foreldrar hans voi'u hjónin Níels bóndi Eyj-