Morgunn


Morgunn - 01.12.1968, Side 22

Morgunn - 01.12.1968, Side 22
100 MORGUNN ólfsson, ættaður af Austfjörðum, traustur maður og mikill búhöldur, og kona hans Sigríður, dóttir sr. Sveins Níelsson- ar á Staðarstað, en hann var í fremstu röð klerka sinnar samtíðar, skáldmæltur og annálaður kennari. Móðir Sigríð- ar og fyrri kona sr. Sveins var Guðný dóttir sr. Jóns Jóns- sonar á Grenjaðarstað, en þau skildu eftir nokkurra ára sambúð. Hann fór vestur, hún sat eftir og andaðist skömmu síðar langt yfir aldur fram, aðeins 32 ára. Harmur eftir horfinn vin fékk að nokkru útrás í ijóði, er hún orti skömmu fyrir andlát sitt. Það hefst á þessu erindi: ,,Sit ég og syrgi mér horfinn sárt þreyða vininn, er lifir i laufgræna dalnum þótt látin sé ástin. Fjöll eru og firnindi vestra, hann felst þeim að baki. Gott er að sjá þig nú sælan, þá sigrar mig dauðinn.“ Allt er kvæðið hið átakanlegasta, ber vott um heitar til- finningar, djúpa sorg, háleita ást. 1 heild er það listaverk, ein fegursta perla sinnar tegundar á íslenzku. Gáfur, örar tilfinningar, skáldleg tilþrif, sem dóttursonurinn átti til að bera í svo ríkum mæli, má ætla að hann hafi þegið í arf frá þessari þingeysku ömmu sinni ekki sízt. Menntaskólanámið sóttist Haraldi vel, hann komst fljótt í fremstu röð úrvals námsmanna. Guðfræðina las hann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi með hárri einkunn. Haustið eftir heimkomuna var hann ráðinn að frumkvæði Hallgríms biskups Sveinssonar móðurbróður síns til þess að þýða Gamla testamentið úr frummálinu á íslenzku, hafði það ekki fyrr verið gert. Þýð- ing þessi er talin einstakt afrek, sem halda mun nafni hans á loft um aldir, svo vel er hún unnin og vandvirknislega. Um hana farast Eiriki Magnússyni í Cambridge orð á þessa leið: Þýðing Gamla testamentisins er hin fegursta og rétt- i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.