Morgunn - 01.12.1968, Síða 25
MORGUNN
103
sr. Haraldur þált í hreyfingunni og varð, ásamt Einari H.
Kvaran rithöfundi, helzti brautryðjandi hennar hér á landi.
Það gefur að skilja um slíkan mann sem sr. Haraldur var,
að hann hafi ekki rasað hér um ráð fram að neinu leyti,
heldur hugsað ráð sitt vandlega, áður en hann tók afstöðu,
kynnt sér af kostgæfni það, sem um málið var ritað af er-
lendum höfundum, vegið rök færustu manna með og móti,
áður en hann tók fasta afstöðu. Hann hefur ekki gengið þess
dulinn, að hér var allmikið í húfi, slíkir stormar sem stóðu
þegar i öndverðu um stefnuna. En að vel íhuguðu máli
hóf hann upp merkið og gekk fram fyrir skjöldu, svo um
munaði. —
Hann var í skóla framúrskarandi vel að sér í stærðfræði
og eðlisfræði og má geta nærri, hvort ekki var fengur i að
njóta hæfileika hans í þeim margslungnu og flóknu rann-
sóknum, sem nú voru framundan. Þar þurfti á rökfastri
hugsun að halda og mikilli nákvæmni í hvívetna, svo tryggt
vseri, að svikum yrði ekki við komið, né nokkuð fullyrt,
sem vafi gæti á leikið.
Einar H. Kvaran rithöfundur var að eðlisfari efasemda-
uiaður, leitandi á öllum sviðum og raunhyggjumaður. Þess-
lr tveir mótuðu félagsskapinn frá öndverðu meir en nokkrir
aðrir, lásu af brennandi áhuga um rannsóknir lærðustu
^uanna erlendra, sem unnið höfðu á þessu sviði, og kynntu
rr>önnum þær hér.
Morgunn, málgagn sálarrannsóknanna, hóf göngu sina
1S20 undir ritstjórn Einars H. Kvarans og hefur komið út
°slitið síðan, naut þar einnig við mikilsverðra krafta séra
^aralds, svo sem að líkum lætur. En er hér var komið, var
stormasamur tími að baki, miklar deilur og merkilegar
rannsóknir um garð gengnar, sérstaklega í sambandi við
ohðilinn Indriða Indriðason, en um þær skrifaði pi’ófessor
Haraldur bók á erlenda tungu, er vakti mikla athygli.
Andstaðan gegn þessum rannsóknum hafði alltaf verið
hörð, ekki sízt fyrst. Einn aðal hvatamaður og með frá önd-
vei'ðu, var mjög umdeildur stjórnmálamaður. Sáu andstæð-