Morgunn - 01.12.1968, Page 27
MORGUNN
105
Krists. Þessi afstaða hans var mikilsverðari og örlagafyllri
en margan kann að gruna, því víða hefur sú reynd orðið á,
að þar sem hömulaus andatrú hefur fengið að grafa um sig,
þar hafa hindurvitni og taumlaus trúgirni ekki látið á sér
standa, til mikillar hættu fyrir allt eðlilegt kristið trúarlif.
Skilningur sr. Haralds á þessu sviði og ýmissa fleiri, og bar-
átta hans í þessu tilliti hefur reynzt affarasæl fyrir menn-
ingu þjóðarinnar og trú. Það hefði orðið óbætanlegt slys,
hefðu söfnuðir tekið að klofna um þetta mál og upp risið,
svipað og í Ameríku og víðar, heittrúarsöfnuðir andatrúar-
manna, þar sem miðlar af ýmsu tagi ráða lögum og iofum.
Sr. Haraldi var mjög í mun, að hér væri að unnið með
fullkominni gát, rannsóknirnar framkvæmdar með ýtrustu
varúð og með hinni mestu nákvæmni, þá fyrst væri eitt-
hvað á þeim að byggja. Og eins og á málunum var haldið,
verkuðu þær um margt frjófgandi á andlegt iíf þjóðarinnar.
Timinn var viðsjáll, efnishyggjan áleitin, umbrota- og bylt-
ingaár víða. Þýzka nýguðfræðin hélt sig full nálægt kaldri
i'aunhyggju, til þess að verðandi prestar gætu flutt fagnað-
urboðskapinn svo, að verulegan yl veitti. En sálarrannsókn-
irnar minntu aftur á, að tilveran byggi yfir miklu stórkost-
iegri ieyndardómum en nokkurn grunaði. Þær gátur urðu
ekki á neinn hátt skýrðar út frá sjónarmiðum efnishyggj-
bnnar. Þetta viðhorf hlaut að hafa vekjandi áhrif á aila
hugsandi menn og öi’va þá til að leggja meiri rækt við sitt
andlega lif en eila.
Hin siðari ár hafa rannsóknirnar beinzt víða inn á enn
vísindalegri braut en áður að ýmsu leyti, og ganga sérstak-
tega undir nafninu „parapsychologie", sem þýðir í rauninni
svipað og felst í orðinu sálarrannsóknir. Einn kunnasti mað-
Ur> sem við þær hefur fengizt, er dr. Rhine prófessor við
Huke háskólann í Bandaríkjunum. Niðurstöður hans þykja
hinar merkustu og hafa vakið óskipta athygli, enda fram-
kvæmdar af mikilli nákvæmni.
Islenzkir sálarrannsóknamenn hljóta að fara svipaðar
leiðir í sínum athugunum og reyna þar með að feta i fótspor
L