Morgunn - 01.12.1968, Side 29
MORGUNN
107
Hann tók vígslu sem sjúkrahússprestur að Laugarnesi
1908, ári siðar var hann kosinn dómkirkjuprestur i Reykja-
vik. Sú þjónusta var skammæ, aðeins nokkrir mánuðir,
vegna sjúkdóms í hálsi. Um fimm árum síðar hóf hann á ný
að predika, ásamt með kennslunni, þá fyrir tilstuðlan fjöl-
margra aðdáenda. Voru guðsþjónustur þessar fluttar í frí-
kirkjunni, yfirleitt annan hvern helgan dag. Tón var ekki
úm hönd haft og ekki altarisþjónusta, að öðru leyti en því,
að orð úr ritningunni voru lesin milli sálma og predikun var
lengri en venjulegar stólræður.
Aðsókn að þessum guðsþjónustum var feikna mikil, yfir-
leitt hvert sæti skipað og stundum varð fólk frá að hverfa.
Ég býst við að áheyrendur hafi verið úr öllum stéttum, en
°kki sízt úr hópi menntamanna. Margir háskólastúdentar
voru tíðir gestir og ungt fólk laðaðist þarna mjög að. Var
bað mikils virði á þeim upplausnartímum, að slíkt fólk ætti
bess kost að leita þarna andlegrar fótfestu.
Enginn, sem hlustaði á þessar ræður, mun hafa farið
osnortinn út, svo áhrifamiklar voru þær, innihaldsríkar og
úlvöi’uþrungnar. Framburðurinn var einstæður. Það hefði
mátt ætla, að hann hefði hlotið langa þjálfun í framsögn, af
slikri list var flutt. Röddin var öriítið hás, en henni fylgdi
seiðmögnuð kynngi. Hvað olli þeim töfrum, er ekki gott að
fegja, ef til vill heitar tilfinningar, mikil trúarhrifning,
mnri sannfæringarkraftur. Eitt er víst, allir fundu að hér
var maður, sem hafði boðskap að flytja og hann flutti hann
af lífi og sál.
Prédikanasafn sr. Haralds Níelssonar kom út fyrst 1920
°g var kostnaðarmaður Pétur Oddsson. Höfundur skrifar
s3álfur formála, sem endar á þessa leið:
»Ég óska þess af hjarta, að predikanir þessar mættu verða
fb þess að auka kristilega alvöru með þjóð vorri, en jafn-
framt vekja þá gleði í huga margra, sem er samfara einlægri
trú og innilegri sannfæringu um eilífðareðli vor allra og að
Ver erum hvarvetna í tilverunni háð réttlátum lögmálum
Guðs, gæzku og vísdómi,"