Morgunn


Morgunn - 01.12.1968, Page 30

Morgunn - 01.12.1968, Page 30
108 MORGUNN I fáum, skýrum dráttum lýsir hann því, hvað fyrst og fremst vakir fyrir honum með boðun fagnaðarerindisins. Fyrst nefnir hann kristilega aivöru. Sjálfur var hann í lífi sínu gæddur mikilli alvöru og grandvarleika, var bindindis- maður frá öndverðu og vann mikilsvert stai’f fyrir góð- templararegluna. Ríkur þáttur í lífi hans og starfi var yfir- Ieitt ábyrgðarfuli afstaða gagnvart Guði og mönnum. Síðan talar hann um gleði, samfara trú og sannfæringu um eiiífðareðli. Þar er komið nokkuð sem ekki er síður áhrifamikið atriði i ræðum hans. Segja má, að aldrei takist honum betur en þegar hann ræðir um þann fögnuð, sem trú- in á Guð og son hans Jesúm Krist veitir, og vonin um líf að þessu ioknu. Síðara bindið kom út 1928 að honum látnum, var það jafn stórt hinu. Formála ritaði frú Aðalbjörg Sigurðardóttir ekkja hans, aðstoð veitti einnig við valið Einar Ii. Kvaran rithöfundur. I lok formálans segir frú Aðalbjörg: ,,Ég, sem þekkti hann svo vel, veit að sú ósk, sem hann mun láta fylgja þessari bók út til landsmanna er: að hún megi verða að eins konar ala- basturs-buðk, fullum dýrindis smyrsium, sem verði brotinn Kristi til dýrðar, hvar sem bókin er lesin, svo að ilmur smyrslanna fylii húsið.“ Sú bæn hefur rætzt. Árið 1900 kvæntist sr. Haraldur Bergljótu Sigurðardótt- ur, sem var kona vel gefin og glæsileg. Þau eignuðust fimm börn. Hún dó árið 1915. Þremur árum síðar gekk hann að eiga Aðaibjörgu Sigurðardóttur, sem er þjóðkunn að gáfum og störfum að félagsmálum. Þau áttu tvö börn. Hlutur sr. Haralds Níelssonar er stór í íslenzkri kristni- sögu. Gáfur hans voru miklar, menntun víðtæk, eldlegur íkveikjumáttur óviðjafnanlegur. Á hundrað ára afmæli minnist þjóðin hans sem eins áhrifamesta predikara, beztu sona.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.