Morgunn - 01.12.1968, Síða 30
108
MORGUNN
I fáum, skýrum dráttum lýsir hann því, hvað fyrst og
fremst vakir fyrir honum með boðun fagnaðarerindisins.
Fyrst nefnir hann kristilega aivöru. Sjálfur var hann í lífi
sínu gæddur mikilli alvöru og grandvarleika, var bindindis-
maður frá öndverðu og vann mikilsvert stai’f fyrir góð-
templararegluna. Ríkur þáttur í lífi hans og starfi var yfir-
Ieitt ábyrgðarfuli afstaða gagnvart Guði og mönnum.
Síðan talar hann um gleði, samfara trú og sannfæringu
um eiiífðareðli. Þar er komið nokkuð sem ekki er síður
áhrifamikið atriði i ræðum hans. Segja má, að aldrei takist
honum betur en þegar hann ræðir um þann fögnuð, sem trú-
in á Guð og son hans Jesúm Krist veitir, og vonin um líf að
þessu ioknu.
Síðara bindið kom út 1928 að honum látnum, var það jafn
stórt hinu. Formála ritaði frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
ekkja hans, aðstoð veitti einnig við valið Einar Ii. Kvaran
rithöfundur.
I lok formálans segir frú Aðalbjörg: ,,Ég, sem þekkti hann
svo vel, veit að sú ósk, sem hann mun láta fylgja þessari bók
út til landsmanna er: að hún megi verða að eins konar ala-
basturs-buðk, fullum dýrindis smyrsium, sem verði brotinn
Kristi til dýrðar, hvar sem bókin er lesin, svo að ilmur
smyrslanna fylii húsið.“
Sú bæn hefur rætzt.
Árið 1900 kvæntist sr. Haraldur Bergljótu Sigurðardótt-
ur, sem var kona vel gefin og glæsileg. Þau eignuðust fimm
börn. Hún dó árið 1915. Þremur árum síðar gekk hann að
eiga Aðaibjörgu Sigurðardóttur, sem er þjóðkunn að gáfum
og störfum að félagsmálum. Þau áttu tvö börn.
Hlutur sr. Haralds Níelssonar er stór í íslenzkri kristni-
sögu. Gáfur hans voru miklar, menntun víðtæk, eldlegur
íkveikjumáttur óviðjafnanlegur.
Á hundrað ára afmæli minnist þjóðin hans sem eins
áhrifamesta predikara, beztu sona.