Morgunn - 01.12.1968, Page 31
Eg sá aðeins hann
☆
Það var á björtum júlídegi árið 1915, að ég sá prófessor
Harald Nielsson i fyrsta skipti. Þeim degi, þeirri stund
Sleymi ég aldrei. Ég hafði lokið gagnfræðaprófi á Akur-
eyri þá um vorið og síðan ráðið mig í vegavinnu í Eyjafirði
Ham og lágum við í tjöldum nokkru norðan við Saurbæ, sem
þá var enn prestssetur.
Einn daginn bárust okkur þær óvæntu fréttir, að prófess-
01' Haraldur Níelsson ætlaði að flytja fyrirlestur í Grundar-
kfrkju á sunnudaginn. Hann var þá orðinn þjóðkunnur mað-
Ur og ekki sízt vegna hinna djarflegu afskipta hans og for-
Ustu á sviði sálarrannsóknanna, sem þá voru mjög umdeild-
ar og venjulega nefndar af andstæðingum þeirra andati'ú
eða andasæringar, syndsamiegt athæfi og kukl, er striddi
Segn boðum Ritningarinnar um það, að ekki skyldi leita
trétta af framliðnum. En þrátt fyrir þennan andróður og
Vlðleitni i blöðum til þess að gera boðskap sálarrannsókna-
marina tortryggilegan, snart hann þá þegar í stað hugi
mai’ga og menn fylgdust af áhuga með því, sem rætt var
°g ritað um málið.
Við strákarnir í tjöldunum ákváðum þegar að fara og
þ'ústa á þennan annálaða mælskumann, prestinn og guð-
trseðikennarann, sem sumir höfðu haft við orð að ætti að
leka úr þjóðkirkjunni. Okkur fannst þetta mjög spennandi.
Hg svipað mun hafa verið um fleiri í þessum byggðarlögum,
t>Vl þegar við komuna að hinu forna höfuðbóli og kirkjustað,
Hrund, var fólk að streyma heim á staðinn. Allstór fólks-
þyrping stóð á hlaðinu, en aðrir gengu um nýslegið túnið í
smáhópum og ræddust við.