Morgunn - 01.12.1968, Side 43
MORGUNN
121
með þá. Það er líka slæmt að hafa stakkar hugmyndir um
lífið, því að þá förum við líka áreiðanlega vitlaust með það.
Ein hin allra skakkasta hugmynd um lífið er sú, að það sé
ekki lengra en jarðvistin, segir spíritisminn, og sama sagði
vissulega Jesús Kristur.
öllum mönnum er meðfædd sjálfsbjargarfýsn. Allir vilja
reyna að hafa sig áfram í lífinu, sjá sjálfum sér borgið. Þess
vegna hugsa þeir um komandi dag og komandi tíma. Fyrir
þvi er forsjálnin i því innifalin að búa sig undir framtíðina.
Og hvernig er svo sá undirbúningur hjá mörgum? Ramm-
skakkur, af því að hugmyndin um lífið er rammskökk. Þeir
úirgja sig svo ótalmargir aðeins upp fyrir lífið hérnamegin.
Þér kannizt öll við dæmisögu Jesú um ríka bóndann með
kornhlöðurnai'. Sá kunni nú að búa! Sá hugsaði nú um fram-
tíðina! Var hann ekki hygginn? Var hann ekki það, sem
sumir mundu kalla praktiskur maður? Jú, sannarlega.
Hafið þið athugað það, að Kristur kallar þann mann
heimskingja? I dæmisögunni stendur: En Guð sagði við
hann: „Heimskingi, á þessari nóttu ver’ður sál þín af þér
heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefur aflað? Svo fer
fyrir þeim, sem safnar sér fé, og er ekki ríkur í Guði.“
I hverju var heimskan fólgin? 1 því finnst mér, að hug-
^uynd hans um framtíðina var svo skökk, og þvi var breytni
hans svo afar heimskuleg. Ef til er eilíft líf, þá liggur það í
&ugum uppi, að það er heimskulegt að hugsa á jarðvistarár-
unum um ekkert nema þau, um engan undirbúning nema
fi'amtíð sína hér, lifa svo sem vér ættum aldrei héðan að
fara. Og þó breyta margir alveg eins og ríki bóndinn enn
bann dag í dag. Við slíku hugarfari varaði Kristur kröftug-
lega, og spíritisminn tekur vissulega undir orð hans. Hann
minnir oss á, að framtíðin sé lengri en heimshyggjan held-
Ur- Hann endurtekur orðin Krists: „Safnið yður fjársjóðum
a himni“, og „gei'ið yður vini með mammoni ranglætisins,
fh þess að þeir, þegar hann þrýtur taki við yður í hinar ei-
hfu tjaldbúðir,“