Morgunn - 01.12.1968, Side 45
MORGUNN
123
stærðarhlutföllin. Hún kennir oss að skoða jarðvistina í
Þessum líkama sem stutta byrjun eða inngang lífsins, og tek-
ur þá röngu hugmynd burt, að jarðvistin sé lífið allt. Hún
brýnir jafnframt fyrir oss, að afar mikið sé undir því komið,
hvernig byrjunin verði. Fyrir því hvetur vissan um eilíft líf
til árvekni, trúmennsku og samvizkusemi meira en nokkuð
annað.
Eilífl líf eykur jxtl.
I öðru lagi vil ég benda á, að vissan um eilíft líf eykur þol-
gæði í raunum lífsins. Ég sagði áðan, að lífið hefði löngum
verið kallað táradalur. Og það ber enn það nafn með réttu.
Eins og ótal hjörtu eigi ekki afar bágt enn í dag! Sverfur
ekki hungur og margs konar fátækt að mörgum þúsundum
Jhanna enn í dag, þrátt fyrir allar framfai'irnar? Er ekki
htannshjartað enn viðkvæmt, þrátt fyrir mikla menntun og
ifæðslu? Finnur það ekki enn til sviðans yfir vonbrigðum
°g vonsvikum? Er ekki líf viargra manna líka nú á tímum
luht af kvöl? Er ekki jafnvel elskan, hin mesta og bezta í
heimi, enn umsetin af óvini lífsins? Berast eigi enn vinirnir
burt með lífsins straumi út á dauðans móðu?
Alltaf er ástvinamissirinn jafnsár. Þrátt fyrir ríka trú,
hættir voninni við að blikna, þegar dýrasti ástvinurinn er
borinn til moldar. Þrátt fyrir trúna starir ennþá margur út
1 hið svartasta myrkur. Dauðinn daufheyrist við öllum
bænum, tekur ekkert tillit til sárustu tára. Það er vel sagt
betta hjá séra Matthíasi:
Himinn, jörð og haf þó brynni,
helið mundi ei neitt sig láta,
hjartað mundi þó ei þiðna,
það hefur verið reynt að gráta.
Ei' þá eigi von, að trúin eigi fullt í fangi með að stilla
hfU’mana? Er ekki von, að mannssálin hrópi þá fálmandi út
1 •hyrkrið, ekki sízt á efasemda tímum: Er nokkuð hinum
megin?
Aldrei þráum vér eilífa lífið meira en í ástvinamissinum.