Morgunn - 01.12.1968, Síða 46
124
MORGUNN
Ef vissa er fengin í þessum efnum, finnst yður þá ekki hróp-
leg synd að dylja þá vissu fyrir þúsundum hinna harmandi
hjartna. Sorti lifsins er vanalega langmestur yfir líkbörun-
um. Sé það satt, að sólin hafi þegar brotizt gegnum þann
sorta, er það þá ekki synd að vilja varna því, að hún fái að
skína á niðurbeygð höfuðin, þar sem þau drúpa í sorg? Má
ekki biessuð sóiin, sem aidrei er ijúfari en þegar hún klýfur
skýsortann sundur, leika um grátinn vangann, má hún ekki
þerra tárin, má hún ekki kveikja blik í gráþrungnu auga?
Má hún ekki verma fölar kinnarnar?Er ekki sjálfsagt að
reyna að lækna öll sár, líka soilnustu sárin, sorgarsárin?
Lítum á dæmi Jesú. Hversu hryggir urðu lærisveinarnir,
þegar hann dó! Og hversu mikið far gerði hann sér ekki líka
um að sannfæra þá um að hann lifði, þótt hann væri dáinn.
Hvernig fór hann með Tómas? Bað hann hina að skila til
hans, að hann ætti að trúa orðum þeirra, það væri ljótt og
óguðlegt að heimta meiri vissu en frásögn hinna? Nei, þeg-
ar Tómas sagðist ekki trúa nema hann sæi sjálfur og tæki á,
þá birtist Kristur sjálfur hinum trygga, hrygga en efagjarna
lærisveini sínum og sagði: „Kom hingað með fingur þína og
skoða hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í siðu
mina,“ og minnti hann um leið á að vera ekki vantrúaður
heldur trúaður, því að þeir væru sælir, sem tryðu þótt þeir
ekki sæju. — Svo mikið gerði Kristur fyrir Tómas. Hann
hefur vitað, að efagirnin var ekki sprottin hjá honum af
neinni illsku hjartans. Tómas hafði sýnt það einu sinni, að
honum þótti ekki siður vænt um Krist en hinum lærisvein-
unum. Það var Tómas sem sagði: „Vér skulum fara með
honum, til þess að vér getum dáið með honum.“ (Jóh. 11,
16). Það eru stundum þeir, sem elska mest, sem erfiðast eiga
með að trúa, þegar sorgarskýin byrgja fyrir alla sól.
Huf'gun eUífðarvisxunnar.
Veitir nú ekki vissan um eilíft líf dýrmæta huggun í slík-
um hörmungum lífsins? Ætli fátæklingurinn verði ekki þol-
inmóðari í raunum sínum, ef hann hefur hlotið bjargfasta