Morgunn - 01.12.1968, Page 52
130
MORGUNN
ferð í bíl o. s. frv. Nokkur þeirra fyrirbæra, sem skýrt er frá,
áttu sér stað við óvenjulegar aðstæður, t. d. í sambandi við
slysfarir eða hrap eða byltur fjaligöngumanna.
Sameiginlegt með fjölda þessara frásagna er það, hve
fólkið segir blátt áfram og eðlilega frá. Flestir segjast hafa
horft aigjörlega rólegir og óttalausir á líkama sinn, þar sem
hann lá, eftir að þeir höfðu yfirgefið hann. ,,Mér finnst ekki
nokkur skapaður hlutur við þetta að athuga,“ segir einn
þeirra.
Flestir lýsa þessu svo, að þeim hafi fundizt þeir vera ofan
við likamann, oft alveg uppi við loftið í stofunni, og þaðan
séð ekki aðeins líkama sinn mjög greinilega, heldur og allt
umhverfið og til allra hliða. Margir geta þess, að þeir hafi
átt auðvelt með að hreyfa sig úr stað, og aðrir segjast hafa
ferðazt þannig aillangar leiðir. Ein kona fuliyrðir, að hún
hafi án líkamans farið í leikhús og horft þar á sýningu.
En leikhús Þetta var í 200 enskra mílna f jariægð frá heim-
ili hennar.
Einna merkilegastar þessara frásagna eru þær, þar sem
unnt hefur verið að fá staðfestingu á því, að sá, sem fór úr
líkamanum, sá þá ýmislegt það, sem útilokað var að hann
hefði annars getað augum litið. Sem dæmi má nefna það,
að rúmliggjandi sjúklingur á sjúkrahúsi fann að hann sveif
burt frá líkamanum og inn í aðra deiid sjúkrahússins, sem
engin leið var fyrir sjúldinginn að geta heimsótt á venju-
legan hátt. Síðan sá hún (þetta var kona) hjúkrunarkonur
hraða sér að rúmi hennar, og þegar hún rankaði við sér og
kom til sjálfrar sín, lýsti hún nákvæmlega fyrir þeim sjúkl-
ingi, sem lá á hinni deildinni og hún hafði aldrei augum
litið með venjulegum hætti.
Þessar og þvílikar frásagnir gefa til kynna, að ef til vill
væri unnt að gera einfaldar tilraunir til þess að ganga úr
skugga um þetta, ef finnast mættu þeir, sem geta farið úr
líkamanum hvenær sem þeir vildu eða kærðu sig um. Engir
þeirra, sem ungfrú Green hefur haft spurnir af, eru þó þess-
um hæfileika gæddir á svo háu stigi. En margir halda því