Morgunn - 01.12.1968, Page 54
132
MÓRGUNN
Dr. John Beloff við háskólann í Edinborg segir nákvæm-
lega frá þessum tilraunum nýlega í New Scientist og getur
þess þar, að þessi sérstæði árangur tilraunanna megi telj-
ast merkileg nýjung á sviði sálarrannsóknanna.
Ég drep hér aðeins lauslega á þessi atriði til þess að sýna,
að við háskóla nú viða um lönd, og bæði austan hafs og
vestan, er unnið af vaxandi áhuga og kappi að visindalegum
rannsóknum sáiarinnar og þeim eigindum, sem þar eru fyrir
hendi og ennþá eru nefndar dulrænar vegna þess, að enn
skortir mikið á að þær hafi verið rannsakaðar til hlýtar, og
í öðru lagi vegna þess, að menn virðast gæddir mörgum
siíkum hæfileikum i mjög mismunandi ríkum mæli, og það
geri rannsóknirnar miklu torveldari.
Það er bersýnilegt, að þeim mönnum í hópi hinna lærð-
ustu vísindamanna um heim allan fer sifjölgandi, sem ekki
líta á það sem heimsku og f jarstæðu, að maðurinn ekki að-
eins hafi sál, heldur sé hann sál, sem starfar í efnislíkama, en
getur þó að minnsta kosti við og við brugðið sér úr þeim
iikama um stundarsakir, eða skynjað eitt og annað í tilver-
unni og umhverfinu beinlinis og án hjálpar hinna líkamlegu
skynfæra, sem því miður oft reynast vera spéspeglar þess
veruleika, sem raunverulega er.
Jafnframt hygg ég, að þeim vísindamönnum fari fækk-
andi, sem enn halda því fram, að þeir séu ekkert annað en
þessi dauðlegi efnislíkami og að hin svonefndu dularfullu
fyrirbæri séu annaðhvort eintóm svik og blekkingar eða í
hæsta lagi einhver efnaskiptasjúkdómur! í líkamanum. Ég
held, að slík efnishyggja sé og hljóti að vera á undanhaldi.