Morgunn - 01.12.1968, Page 60
Þættir af fjarskyggnu fólki
og forvitru
☆
VII. HLUTI
HELGA M. KRISTJÁNSDÓTTIR
Helga Magnea Kristjánsdóttir fæddist 18. júlí 1850, dóttir
Kristjáns Möllers Ólasonar gestgjafa í Reykjavík. Hún gift-
ist 27. janúar 1873 séra Jóni Þorsteinssyni prests að Hálsi í
Fnjóskadal, Pálssonar. Hann var vígður til Mývatnsþinga
1874, fékk Húsavikurkall 1877 og Lundarbrekku 1879.
Gerðist aðstoðarprestur séra Arnljóts Ólafssonar á Sauða-
nesi 1898. Prestur á Skeggjastöðum 1906—07, en tók við
Möðruvallaklaustursprestakaiii 1907 og þjónaði því til 1928.
Frú Helga var draumspök mjög. Stundum virðist hún hafa
ferðazt í draumi til fjarlægra staða og séð það, sem þar var
að gerast, og eru það f jarskyggnidraumar. En hana dreymdi
einnig ókomna atburði, og oft svo Ijóst, að varla verður ef-
að, að þar hafi um forvizku verið að ræða. Hún lézt 14.
ágúst 1926.
Frú Helga sendi Einari H. Kvaran nokkra af draumum
sínum og birtust þeir í I. árgangi Morguns árið 1920. Þar
sem þessi árgangur Morguns er nú í aðeins fárra manna
höndum, þótti mér rétt að birta nú eftir nær 50 ár nokkra
af þessum draumum. Ég mun þó stytta frásögn frúarinnar
á stöku stað, en halda efni draumanna öldungis óbreyttu.
Hálsreifamar.
Haustið 1899 fór Kristján sonur okkar hjónanna suður til
Reykjavíkur til að læra bókband hjá Halldóri Þórðarsyni
bókbindara. Þá var ég á Sauðanesi. Við höfðum lengi ekkert