Morgunn - 01.12.1968, Blaðsíða 62
140
MORGUNN
Þann 8. nóvember kom skip frá Eyjafirði til Þórshafnar.
Þegar á eftir skrifar Snæbjörn séra Jóni á Sauðanesi bréf,
þar sem hann segir þær fréttir eftir skipstjóranum, að seint
á degi hinn 1. nóvember hafi Jón Ólason, bróðursonur frú
Helgu, verið að renna sér á skautum á Hjalteyrartjörninni.
Brast undan honum ísinn, enda tjörnin nýlega lögð. Þyrpt-
ust menn að til þess að reyna að bjarga honum, en það varð
árangurslaust. Einn úr hópi þeirra, sem reyndu að bjarga
honum, féll niður um ísinn og var næri’i drukknaður líka. En
honum tókst að bjarga með því að di’aga bát frá sjónum upp
á tjörnina. — I lok bréfsins kemst Snæbjöi’n svo að oi’ði:
„Þú segir systur þetta, því að það er nærri henni höggvið."
Ei’u það nákvæmlega sömu orðin og frú Helga hafði heyrt
hann segja í draumnum.
Á það skal bent, að frú Helga segir sig liafa dreymt
drauminn aðfaranótt 1. nóvember, en Jón drukknar ekki
fyrr en að kvöldi næsta dags. Sé þetta rétt, er hér um það að
ræða, að frúin sér fyrir ókominn atbui’ð. Hafi hana hins veg-
ar dreymt drauminn aðfaranótt 2. nóvember, sem ég tel
raunar sennilegra, hefur hún séð sjálfa atburðina, eins og
þeir hafa gerzt aðeins fáum klukkustundum áður.
Droparnir.
Síðla sumars 1904 fór tengdasystir mín, frú Hólmfríður
Þorsteinsdóttir, kona séra Amijóts Ólafssonar á Sauðanesi,
til Kaupmannahafnar til iækninga. Þar andaðist hún hinn
8. september um haustið. Ég var þá á Sauðanesi.
Þá sömu nótt di’eymir mig að ég heyri að einhvei’jir eru
að tala saman í hálfum hljóðum inni í svefnherbei’ginu. Ein-
hver segir: „Ætli hún sofi ekki? Ég ætla að fá dropana hjá
henni.“ Er þá svarað: „Ég held hún sé vakandi.“ — Þykist
ég þá líta upp og sé, að Jóhann sálugi bróðir minn stendur
hjá kommóðunni minni, og hjá honum kona í náttkjól, sem
snýr baki við mér. Mér finnst ég ætla þá að segja við bróður