Morgunn


Morgunn - 01.12.1968, Page 63

Morgunn - 01.12.1968, Page 63
M O R G U N N 141 niinn: „Æ, ert þú kominn!“ en fæ þá ekki komið upp nokkru orði. Ég sé, að hann brosir til mín. En nú tekur konan í náttkjólnum aftur til máls og segir mjög lágt: „Ég ætlaði að fá Valerianadropana hjá henni, Þeir eru hérna i efstu skúffunni." — Og nú finn ég, að ég get talað og segi: „Nei, þar geymi ég þá aldrei. Þeir eru í hornskápnum. Annars hef ég ekki séð þá eða brúkað þá lengi.“ — Við þessi orð snýr konan sér við og gengur að rúminu. Þekki ég þá þegar, að þetta er frú Hólmfríður, en af útliti hennar þykist ég þess fullviss, að hún sé dáin. Við það vakna ég. Morguninn eftir sagði ég manninum mínum drauminn, og leituðum við bæði að glasinu með Valerianadropunum. Þeir voru ekki í hornskápnum, heldur fundum við þá að lokum innst í efstu kommóðuskúffunni. Það er víst, að tengda- systir mín hafði aldrei vitað mig geyma þá annars staðar en í hornskápnum. Þess vegna þótti mér að vonum merki- legt, að hún skyldi nú vita, að þeir hefðu slæðzt niður í kommóðuskúffuna. Rúmu ári áður en þetta gerðist, eða sumarið 1903, dreymdi mig, að ég stæði úti hjá kirkjunni á Sauðanesi. Sé ég þá skip koma austan fyrir Langanesið. Þegar það var komið inn undir Sauðanes var fáni skipsins dreginn i hálfa stöng, og sýndist mér hann vera svartur eða þvi sem næst. Ég þykist þá spyrja einhvern, sem þarna var staddur, hverju þetta muni sæta. En hann svaraði: „Það er af því, að það flytur lík.“ Ári seinna, í októbermánuði, kom lík frú Hólmfríðar með skipi frá Kaupmannahöfn. Þegar skipið kom gegnt Sauða- hesi, lét það draga fánann í hálfa stöng. Sálmasöngurinn á Skagaströnd. Nóttina fyrir 21. desember 1912 dreymdi mig, að ég væri komin á Skagaströnd til Kristjönu systur minnar og Vel- schows manns hennar, áður verzlunarstjóra þar. Ég átti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.