Morgunn - 01.12.1968, Qupperneq 65
MORGUNN
143
það sömu sálmarnir og ég hafði heyrt sungna í draumnum.
Þau Velschow og systir mín eignuðust, að mig minnir, 14
börn, og munu 6 þeirra hafa verið dáin á undan William.
Bréf systur minnar og sálmana tvo á ég enn. Upphafshend-
ingar síðara sálmsins, sem ég ekki kannaðist við, skrifaði ég
hjá mér daginn eftir drauminn mér til minnis. Það blað
geymi ég enn.
Meiðslið.
Nóttina fyrir 1. maí 1915 dreymdi mig Kristján son minn,
en hann var þá i Noregi. í draumnum fannst mér Kristján
enn vera hér heima á Möðruvöllum. Þóttist ég ganga upp
stigann og inn í herbergi hans. Er þá staddur inni hjá hon-
um vinnumaður héðan af heimilinu. Kristján er að þvo sér.
Segir þá vinnumaðurinn við hann:
„Guð hjálpi þér, maður! Hvaða voða skurður er þetta?
Hvernig hefurðu meitt þig?“
„Það er nú ekki mikið núna,“ svarar Kristján, „en það
var meira. Þú sérð, að Norðmenn kunna að nota vopn“ —
og hlær við.
Mér verður nú litið á son minn, og sé ég þá afar stóran
skurð á brjóstinu á honum og bið hann í öllum bænum að
láta gera við þetta tafarlaust. En hann svarar: „Það er nú
engin hætta núna.“ — 1 því vaknaði ég.
Þetta var á heimsstyrjaldarárunum fyrri, samgöngur
tregar við umheiminn og erfitt að koma bréfum landa á
milli. I bréfi til min frá Kristjáni, dagsettu 20. október 1915,
segir hann mér frá meiðsli, sem hann hafi hlotið þann 3.
rnaí um vorið. Segist hann þann dag klukkan 6 síðdegis hafa
verið á gangi um einn vélasal verksmiðjunnar þar sem hann
þá starfaði. Hafi þá unglingspiltur staðið þar uppi á háum
hlaða af járnplötum og verið að ryðja nokkrum þeirra nið-
Ur. Hafi þá ein platan rekizt í höfuð sér og skorið stóran
skurð inn í bein, þvert yfir höfuðið og lagaði blóðið niður um
hann allan. Kvaðst hann hafa orðið að vera undir læknis-
hendi um tíma af þessum sökum.